Enginn munur á gæðum en næstum fimmtugfaldur verðmunur Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2016 07:00 Icepharma er dreifingaraðili á Íslandi. B-vítamín stungulyfi sem hækkað hefur um 4.700 prósent fyrir það eina að fá markaðsleyfi hér á landi er dreift af Icepharma og framleitt af Abcur í Svíþjóð. SÁÁ gat fyrir markaðsleyfi Icepharma keypt lyfið á 525 krónur af heildsölunni Parlogis en kaupir það nú af Icepharma á um 25.000 krónur. B-vítamín stungulyfið sem notað hefur verið á Vogi á síðustu misserum er dæmi um lyf sem selt hefur verið án markaðsleyfis á grundvelli undanþágu. Lögbundið er að lyf skuli ekki seld hér á landi nema þau hafi áður fengið markaðsleyfi sem Lyfjastofnun veitir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Við sérstakar aðstæður getur Lyfjastofnun veitt undanþágu frá markaðsleyfi fyrir sölu lyfs, ef enginn aðili hefur sótt um markaðsleyfi.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.vísir/pjetur„Lyfjastofnun fór af stað og hafði samband við einn birgjann og óskaði eftir því að þeir skráðu lyfið hér á landi,“ segir Bessi Jóhannesson, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma. „Það er markmið lyfjastofnunar að skrá lyf á Íslandi. Því fylgir neytendavernd með íslenskum lyfseðlum og íslenskum pakkningum.“ Bessi bætir við að í öllum aðalatriðum sé lyfið það sama. „Í rauninni er þetta nákvæmlega sama lyfið. Í þessu tilviki skráir aðili það hér á markað og fær leyfi fyrir því og verðleggur vöruna sem er svo samþykkt af lyfjagreiðslunefnd,“ segir Bessi. Um leið og markaðsleyfi er fengið hér á landi fyrir lyfi er því ekki leyfilegt að kaupa hitt lyfið sem kostaði um 500 krónur. Þórarinn Tyrfingsson sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið einu fyrirtæki einkaleyfi á sölu lyfsins hér á landi og því hafi verðið hækkað svona mikið. Velferðarráðuneytið segir það hins vegar rangt hjá Þórarni. Kristján Þór Júlíusson segir fákeppni vera aðalorsök verðlagningarinnar. „Heilbrigðisyfirvöld verða að fara eftir settum lögum og reglum á þessu sviði sem öðrum. Hins vegar er fákeppnin sem við búum við alvarlegt umhugsunarefni. Hún stendur raunverulegri samkeppni fyrir þrifum og ég tel að við ættum nú að beina sjónum okkar að því hvort álagning á lyfjamarkaðinum sé raunhæf,“ segir Kristján Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
B-vítamín stungulyfi sem hækkað hefur um 4.700 prósent fyrir það eina að fá markaðsleyfi hér á landi er dreift af Icepharma og framleitt af Abcur í Svíþjóð. SÁÁ gat fyrir markaðsleyfi Icepharma keypt lyfið á 525 krónur af heildsölunni Parlogis en kaupir það nú af Icepharma á um 25.000 krónur. B-vítamín stungulyfið sem notað hefur verið á Vogi á síðustu misserum er dæmi um lyf sem selt hefur verið án markaðsleyfis á grundvelli undanþágu. Lögbundið er að lyf skuli ekki seld hér á landi nema þau hafi áður fengið markaðsleyfi sem Lyfjastofnun veitir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Við sérstakar aðstæður getur Lyfjastofnun veitt undanþágu frá markaðsleyfi fyrir sölu lyfs, ef enginn aðili hefur sótt um markaðsleyfi.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.vísir/pjetur„Lyfjastofnun fór af stað og hafði samband við einn birgjann og óskaði eftir því að þeir skráðu lyfið hér á landi,“ segir Bessi Jóhannesson, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma. „Það er markmið lyfjastofnunar að skrá lyf á Íslandi. Því fylgir neytendavernd með íslenskum lyfseðlum og íslenskum pakkningum.“ Bessi bætir við að í öllum aðalatriðum sé lyfið það sama. „Í rauninni er þetta nákvæmlega sama lyfið. Í þessu tilviki skráir aðili það hér á markað og fær leyfi fyrir því og verðleggur vöruna sem er svo samþykkt af lyfjagreiðslunefnd,“ segir Bessi. Um leið og markaðsleyfi er fengið hér á landi fyrir lyfi er því ekki leyfilegt að kaupa hitt lyfið sem kostaði um 500 krónur. Þórarinn Tyrfingsson sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið einu fyrirtæki einkaleyfi á sölu lyfsins hér á landi og því hafi verðið hækkað svona mikið. Velferðarráðuneytið segir það hins vegar rangt hjá Þórarni. Kristján Þór Júlíusson segir fákeppni vera aðalorsök verðlagningarinnar. „Heilbrigðisyfirvöld verða að fara eftir settum lögum og reglum á þessu sviði sem öðrum. Hins vegar er fákeppnin sem við búum við alvarlegt umhugsunarefni. Hún stendur raunverulegri samkeppni fyrir þrifum og ég tel að við ættum nú að beina sjónum okkar að því hvort álagning á lyfjamarkaðinum sé raunhæf,“ segir Kristján Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira