„Pitt og Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood“ Una Sighvatsdóttir skrifar 21. september 2016 20:12 Á innan við sólarhring urðu þau Brad Pitt og Angelina Jolie viðfangsefni rúmlega 2,5 milljóna tísta á Twitter undir myllumerkinu #Brangelina. Hálfur netheimur virðist í ástarsorg fyrir þeirra hönd á meðan hlakkar í hinum sem vilja þannig lýsa stuðningi við Jennifer Aniston, þótt engum sögum fari af því að hún gleðjist yfir óhamingju fyrrverandi eignmanns síns. En í hvoru liðinu sem fólk er þá virðist Brangelexit, eins og sumir kalla tíðindin, stefna í að verða skilnaður aldarinnar. Orsökin er óljós en slúðurmiðlar segja að framhjáhald Pitts með frönsku leikkonunni Marion Cottillard hafi gert útslagið. Aðrar fregnir herma að vaxandi spenna sé í hjónabandinu vegna þess að Jolie vilji draga sig út úr Hollywood og snúa sér að stjórnmálum, en hún hefur látið til sín taka sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og myndi eflaust þiggja að málstaður hennar þar fengi jafnmikla athygli og skilnaðurinn.Stjörnudýrkun lengi fylgt manninum Svo er það auðvitað stóra spurningin, hvað verður um börnin sex? Á skilnaðarpappírunum fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim, nokkuð sem Pitt er seint sagður munu samþykkja. Það kann að virðast fáránlegt að um allan heim láti fólk sig varða skilnað ókunnugra hjóna, en á hinn bóginn hefur stjörnudýrkun lengi fylgt manninum og fékk áður útrás í aðdáun á konungbornum og guðaverum. Hollywood stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri en venjulegt fólk og dýrkun á þeim virðist hluti af mannlegu eðli. Þannig hafa sálfræðirannsóknir sýnt fram á að persónur á sjónvarpsskjánum eigi það til að renna saman við leikarana í hugum áhorfenda, sem geta myndað sterk tengsl við hina ímynduðu vini og fundið til raunverulegrar sorgar yfir örlögum þeirra. Þegar um ræðir einar skærustu stjörnur samtímans eins og Pitt og Jolie er því kannski ekki furða að heimsbyggðin sé í áfalli.Hjónin nokkurs konar stofnun í Hollywood „Brad Pitt og Angelina Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood,“ sagði Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún ræddi skilnaðinn við Sindra Sindrason. „Þau eru nokkurs konar stofnun í Hollywood og fólk er að tala um þau séu svona eins og konungsborin hjón. Þess vegna vekur þessi skilnaður svo miklu meiri áhuga og athygli. Þetta er fólk sem byrjaði saman með látum, við munum að fólk fór í lið þar sem þetta var vonda nornin Jolie að stela manninum af þessari ástsælu bandarísku leikkonu Jennifer Aniston.“ Í gegnum árin hefur hefur ímynd Jolie og Pitt þó breyst og þau hafa náð að halda einkalífi sínu að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðlanna en það hefur heldur betur breyst nú þegar ítarlega er fjallað um skilnað þeirra um allan heim. „Þess vegna líka er áhuginn líka svo mikill. Þarna er fólk sem hefur svona verið með geislabaug og hann er svona að koma af. Þau eru nefnilega bara mennsk.“ Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Á innan við sólarhring urðu þau Brad Pitt og Angelina Jolie viðfangsefni rúmlega 2,5 milljóna tísta á Twitter undir myllumerkinu #Brangelina. Hálfur netheimur virðist í ástarsorg fyrir þeirra hönd á meðan hlakkar í hinum sem vilja þannig lýsa stuðningi við Jennifer Aniston, þótt engum sögum fari af því að hún gleðjist yfir óhamingju fyrrverandi eignmanns síns. En í hvoru liðinu sem fólk er þá virðist Brangelexit, eins og sumir kalla tíðindin, stefna í að verða skilnaður aldarinnar. Orsökin er óljós en slúðurmiðlar segja að framhjáhald Pitts með frönsku leikkonunni Marion Cottillard hafi gert útslagið. Aðrar fregnir herma að vaxandi spenna sé í hjónabandinu vegna þess að Jolie vilji draga sig út úr Hollywood og snúa sér að stjórnmálum, en hún hefur látið til sín taka sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og myndi eflaust þiggja að málstaður hennar þar fengi jafnmikla athygli og skilnaðurinn.Stjörnudýrkun lengi fylgt manninum Svo er það auðvitað stóra spurningin, hvað verður um börnin sex? Á skilnaðarpappírunum fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim, nokkuð sem Pitt er seint sagður munu samþykkja. Það kann að virðast fáránlegt að um allan heim láti fólk sig varða skilnað ókunnugra hjóna, en á hinn bóginn hefur stjörnudýrkun lengi fylgt manninum og fékk áður útrás í aðdáun á konungbornum og guðaverum. Hollywood stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri en venjulegt fólk og dýrkun á þeim virðist hluti af mannlegu eðli. Þannig hafa sálfræðirannsóknir sýnt fram á að persónur á sjónvarpsskjánum eigi það til að renna saman við leikarana í hugum áhorfenda, sem geta myndað sterk tengsl við hina ímynduðu vini og fundið til raunverulegrar sorgar yfir örlögum þeirra. Þegar um ræðir einar skærustu stjörnur samtímans eins og Pitt og Jolie er því kannski ekki furða að heimsbyggðin sé í áfalli.Hjónin nokkurs konar stofnun í Hollywood „Brad Pitt og Angelina Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood,“ sagði Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún ræddi skilnaðinn við Sindra Sindrason. „Þau eru nokkurs konar stofnun í Hollywood og fólk er að tala um þau séu svona eins og konungsborin hjón. Þess vegna vekur þessi skilnaður svo miklu meiri áhuga og athygli. Þetta er fólk sem byrjaði saman með látum, við munum að fólk fór í lið þar sem þetta var vonda nornin Jolie að stela manninum af þessari ástsælu bandarísku leikkonu Jennifer Aniston.“ Í gegnum árin hefur hefur ímynd Jolie og Pitt þó breyst og þau hafa náð að halda einkalífi sínu að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðlanna en það hefur heldur betur breyst nú þegar ítarlega er fjallað um skilnað þeirra um allan heim. „Þess vegna líka er áhuginn líka svo mikill. Þarna er fólk sem hefur svona verið með geislabaug og hann er svona að koma af. Þau eru nefnilega bara mennsk.“
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00
Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30
Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30