Ýmsar kenningar á sveimi um ástæður skilnaðar Brangelinu: Grasneysla Pitt, hugsanlegt framhjáhald hans og umdeildar uppeldisaðferðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2016 20:30 Það er óhætt að fullyrða að ein af stærri fréttum dagsins er skilnaður stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt en slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur miðla frá skilnaðinum eftir hádegi í dag. Jolie og Pitt giftu sig fyrir tveimur árum síðan en þau hafa verið saman frá árinu 2005. Jolie og Pitt eru á meðal hæst launuðu leikaranna í Hollywood og kynntust einmitt við gerð myndarinnar Mr. and Mrs. Smith árið 2004 en á þeim tíma var Pitt giftur leikkonunni Jennifer Aniston. Þau tilkynntu um skilnað sinn snemma árs 2005 og tveimur mánuðum síðar birtust fyrstu myndirnar af Pitt og Jolie saman í miðlum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mr. and Mrs. Smith.Þá eins og nú var mikið fjallað um skilnað Pitt við eiginkonu sína og í kjölfarið samband hans við Jolie. Sögusagnir um að Pitt hefði haldið framhjá Aniston með Jolie á meðan þau voru við tökur á Mr. and Mrs. Smith fóru hátt en Jolie neitaði því staðfastlega í viðtali í júní 2005 að þau hefðu hafið samband sitt á meðan Pitt var enn giftur. Þremur árum síðar sagði hún reyndar í viðtali að hún hlakkaði til að sýna börnunum þeirra myndina því það gætu ekki allir horft á bíómynd og séð þegar foreldrar þeirra urðu ástfangnir. Fólk skiptist í fylkingar og var í liði með Aniston eða Jolie og segja má að þessar fylkingar hafi gengið í endurnýjun lífdaga í dag þegar fréttir af skilnaði Jolie og Pitt birtust, eins og sjá má á tístunum hér að neðan.All the Team Jennifer's be like... #Brangelina pic.twitter.com/MS55pIZaJw— Charlotte (@CharFoxSocks) September 20, 2016 Me today. #brangelina pic.twitter.com/KjUEv9DfGg— Michael Buckley (@buckhollywood) September 20, 2016 The world views on #Brangelina pic.twitter.com/l6Fi6YD7z5— Mason Rudd (@masonrudd1993) September 20, 2016 Stór dagur fyrir okkur sem höfum haldið tryggð við Jennifer Aniston öll þessi ár. Stundum einmanalegt á vagninum.— Atli Fannar (@atlifannar) September 20, 2016 En af hverju skilja Pitt og Jolie nú, tólf árum eftir að þau urðu ástfangin á kvikmyndasettinu? Í skilnaðarpappírunum sem Jolie lagði fram í gær segir hún ástæðu skilnaðarins óásættanlegan ágreining en hjónin eiga sex börn saman, þau Maddox Chivan, 15 ára, Pax Thien, 12 ára, Zahara Marley, 11 ára, Shiloh Nouvel, 10 ára, og tvíburana Knox Leon og Vivenne Marcheline sem eru 8 ára. Á vef The Cut eru teknar saman nokkrar kenningar sem settar hafa verið fram í miðlum vestanhafs í dag um ástæður skilnaðarins en allar eiga þær það sameiginlegt að í þeim er dregin upp nokkuð dökk mynd af Brad Pitt. Þannig var ástæða skilnaðarins, samkvæmt fyrstu fréttar TMZ af honum, uppeldisaðferðir Pitt sem eiga að hafa valdið Jolie miklu hugarangri. Ef til vill í samræmi við það fer hún fram á fullt forræði yfir börnunum þeirra sex. Þá hefur TMZ það einnig eftir heimildum að Jolie telji að Brad eigi í erfiðleikum með skap sitt og að það skapi hættu fyrir börnin þeirra. Sömu heimildarmenn TMZ halda því jafnframt fram að Jolie hafi fengið nóg af grasneyslu Pitt og jafnvel drykkju hans, en í viðtali árið 2013 sagðist Pitt hættur að taka eiturlyf vegna fjölskyldunnar. Heimildarmenn Page Six vilja síðan meina að Jolie hafi komist á snoðir um framhjáhald Pitt með frönsku leikkonunni Marion Cotillard en þau leika saman í myndinni Allied sem frumsýnd verður í nóvember næstkomandi. Á Jolie að hafa ráðið sér einkaspæjara til að fara og njósna um eiginmann sinn á setti því hún taldi eitthvað á milli hans og Cotillard. Einkaspæjarinn á að hafa staðfest grun Jolie og mun það hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni Allied.Hvað til er í þessum kenningum skal ósagt látið en hitt er víst að Brangelina er búin að vera. Jolie sótti formlega um skilnað í gær en í skilnaðarpappírunum kemur fram að parið hafi verið skilið að borði og sæng síðan 15. september síðastliðinn. Pitt sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist mjög leiður vegna skilnaðarins: „Ég er mjög leiður út af þessu en það sem skiptir mestu máli er vellíðan barnanna okkar. Ég vil vinsamlegast biðja fjölmiðla um að gefa þeim frið á þessum erfiðu tímum.“ Lögmaður Jolie sendi einnig yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem fram kemur að leikkonan muni ekki tjá sig við fjölmiðla um skilnaðinn. „Angelina Jolie Pitt hefur sótt um skilnað. Ákvörðunin er tekin með hagsmuni fjölskyldunnar í huga. Hún mun ekki tjá sig um málið og biður um að einkalíf sitt og fjölskyldunnar verði virt á þessum erfiðu tímum.“ Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. 20. september 2016 14:48 Brad Pitt tjáir sig um skilnaðinn við Angelinu Jolie Brad Pitt hefur nú tjáð sig um skilnað sinn og Angelinu Jolie en fréttir af skilnaðinum bárust í dag og hafa vakið mikla athygli enda voru hjónin eitt skærasta stjörnuparið. 20. september 2016 17:55 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að ein af stærri fréttum dagsins er skilnaður stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt en slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur miðla frá skilnaðinum eftir hádegi í dag. Jolie og Pitt giftu sig fyrir tveimur árum síðan en þau hafa verið saman frá árinu 2005. Jolie og Pitt eru á meðal hæst launuðu leikaranna í Hollywood og kynntust einmitt við gerð myndarinnar Mr. and Mrs. Smith árið 2004 en á þeim tíma var Pitt giftur leikkonunni Jennifer Aniston. Þau tilkynntu um skilnað sinn snemma árs 2005 og tveimur mánuðum síðar birtust fyrstu myndirnar af Pitt og Jolie saman í miðlum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mr. and Mrs. Smith.Þá eins og nú var mikið fjallað um skilnað Pitt við eiginkonu sína og í kjölfarið samband hans við Jolie. Sögusagnir um að Pitt hefði haldið framhjá Aniston með Jolie á meðan þau voru við tökur á Mr. and Mrs. Smith fóru hátt en Jolie neitaði því staðfastlega í viðtali í júní 2005 að þau hefðu hafið samband sitt á meðan Pitt var enn giftur. Þremur árum síðar sagði hún reyndar í viðtali að hún hlakkaði til að sýna börnunum þeirra myndina því það gætu ekki allir horft á bíómynd og séð þegar foreldrar þeirra urðu ástfangnir. Fólk skiptist í fylkingar og var í liði með Aniston eða Jolie og segja má að þessar fylkingar hafi gengið í endurnýjun lífdaga í dag þegar fréttir af skilnaði Jolie og Pitt birtust, eins og sjá má á tístunum hér að neðan.All the Team Jennifer's be like... #Brangelina pic.twitter.com/MS55pIZaJw— Charlotte (@CharFoxSocks) September 20, 2016 Me today. #brangelina pic.twitter.com/KjUEv9DfGg— Michael Buckley (@buckhollywood) September 20, 2016 The world views on #Brangelina pic.twitter.com/l6Fi6YD7z5— Mason Rudd (@masonrudd1993) September 20, 2016 Stór dagur fyrir okkur sem höfum haldið tryggð við Jennifer Aniston öll þessi ár. Stundum einmanalegt á vagninum.— Atli Fannar (@atlifannar) September 20, 2016 En af hverju skilja Pitt og Jolie nú, tólf árum eftir að þau urðu ástfangin á kvikmyndasettinu? Í skilnaðarpappírunum sem Jolie lagði fram í gær segir hún ástæðu skilnaðarins óásættanlegan ágreining en hjónin eiga sex börn saman, þau Maddox Chivan, 15 ára, Pax Thien, 12 ára, Zahara Marley, 11 ára, Shiloh Nouvel, 10 ára, og tvíburana Knox Leon og Vivenne Marcheline sem eru 8 ára. Á vef The Cut eru teknar saman nokkrar kenningar sem settar hafa verið fram í miðlum vestanhafs í dag um ástæður skilnaðarins en allar eiga þær það sameiginlegt að í þeim er dregin upp nokkuð dökk mynd af Brad Pitt. Þannig var ástæða skilnaðarins, samkvæmt fyrstu fréttar TMZ af honum, uppeldisaðferðir Pitt sem eiga að hafa valdið Jolie miklu hugarangri. Ef til vill í samræmi við það fer hún fram á fullt forræði yfir börnunum þeirra sex. Þá hefur TMZ það einnig eftir heimildum að Jolie telji að Brad eigi í erfiðleikum með skap sitt og að það skapi hættu fyrir börnin þeirra. Sömu heimildarmenn TMZ halda því jafnframt fram að Jolie hafi fengið nóg af grasneyslu Pitt og jafnvel drykkju hans, en í viðtali árið 2013 sagðist Pitt hættur að taka eiturlyf vegna fjölskyldunnar. Heimildarmenn Page Six vilja síðan meina að Jolie hafi komist á snoðir um framhjáhald Pitt með frönsku leikkonunni Marion Cotillard en þau leika saman í myndinni Allied sem frumsýnd verður í nóvember næstkomandi. Á Jolie að hafa ráðið sér einkaspæjara til að fara og njósna um eiginmann sinn á setti því hún taldi eitthvað á milli hans og Cotillard. Einkaspæjarinn á að hafa staðfest grun Jolie og mun það hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni Allied.Hvað til er í þessum kenningum skal ósagt látið en hitt er víst að Brangelina er búin að vera. Jolie sótti formlega um skilnað í gær en í skilnaðarpappírunum kemur fram að parið hafi verið skilið að borði og sæng síðan 15. september síðastliðinn. Pitt sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist mjög leiður vegna skilnaðarins: „Ég er mjög leiður út af þessu en það sem skiptir mestu máli er vellíðan barnanna okkar. Ég vil vinsamlegast biðja fjölmiðla um að gefa þeim frið á þessum erfiðu tímum.“ Lögmaður Jolie sendi einnig yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem fram kemur að leikkonan muni ekki tjá sig við fjölmiðla um skilnaðinn. „Angelina Jolie Pitt hefur sótt um skilnað. Ákvörðunin er tekin með hagsmuni fjölskyldunnar í huga. Hún mun ekki tjá sig um málið og biður um að einkalíf sitt og fjölskyldunnar verði virt á þessum erfiðu tímum.“
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. 20. september 2016 14:48 Brad Pitt tjáir sig um skilnaðinn við Angelinu Jolie Brad Pitt hefur nú tjáð sig um skilnað sinn og Angelinu Jolie en fréttir af skilnaðinum bárust í dag og hafa vakið mikla athygli enda voru hjónin eitt skærasta stjörnuparið. 20. september 2016 17:55 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. 20. september 2016 14:48
Brad Pitt tjáir sig um skilnaðinn við Angelinu Jolie Brad Pitt hefur nú tjáð sig um skilnað sinn og Angelinu Jolie en fréttir af skilnaðinum bárust í dag og hafa vakið mikla athygli enda voru hjónin eitt skærasta stjörnuparið. 20. september 2016 17:55
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“