Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. október 2016 07:00 Þorbjörg Ásbjarnardóttir og börn hennar, Arna Ísabella, Alexander Victor og Steinunn Daníela Jóhannesarbörn. mynd/kristín guðjónsdóttir „Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira