Bugaðist í bankanum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. október 2016 09:00 Líf Péturs hefur breyst mikið frá því fyrir hrun þegar íslenskt bankakerfi fór á hliðina. vísir/eyþór Átta ár eru liðin síðan íslenskir bankar fóru á hliðina. Síðan þá hefur harður slagur um þrotabú þeirra staðið yfir. Í Ránsfeng, nýrri heimildarmynd eftir Pétur Einarsson sem nú er sýnd á RIFF, er farið yfir aðdraganda bankahrunsins og það sett í alþjóðlegt samhengi. Hvernig vogunarsjóðir keyptu brunarústirnar á spottprís og fengu tvo af þremur bönkum í hendurnar frá stjórnvöldum.Grét yfir hruninu Fyrir hrun veitti Pétur meðal annars útibúi Glitnis í Lundúnum forstöðu. Hann varð svo seinna forstjóri Straums 2011 til 2013. Hann rifjar upp dagana sem íslenskt bankakerfi var að fara á hliðina. „Ég hætti hjá bankanum fyrir hrun og gleymi aldrei þessum degi. Ég var heima hjá mér í London og var áskrifandi að Financial Times. Það kom inn um lúguna hjá mér á hverjum degi klukkan sex á morgnana. Og á hverjum degi var Ísland á forsíðunni í hræðilegum fréttum. Ég grét á þessum degi sem spilaborgin féll. Þetta var sá heimur sem maður hafði unnið í, þarna voru allir vinir mínir og kunningjar. Ég upplifði að þjóðarstoltið var sært, skömm og samkennd. Mér fannst þetta mjög erfitt. Ég man að konan mín þáverandi, hún hafði aldrei séð mig gráta áður. Þetta fékk svolítið á hana. Að ég skyldi gráta af því að bankar færu á hausinn. En ég var að gráta vegna þeirrar stöðu sem þjóðin var komin í. Það hvarflaði aldrei að mér þá að við værum að tapa peningum. Maður var ekki að hugsa um það á þessari stundu. Það kom seinna,“ segir Pétur frá.Læsti sig inni í svefnherbergi Pétur hætti hjá útibúi Glitnis vegna þess að hann kulnaði í starfi. „Ég sagði starfi mínu lausu. Fólki fannst ég galinn að gera það því ég var að græða svo mikið. En ég brotnaði bara niður, bugaðist og gat ekki meira. Ég var auðvitað alveg til í að halda áfram að þiggja þessi háu laun, það segir enginn nei við slíku. En ég gat ekki haldið svona áfram. Líkamlega og andlega var ég búinn á því,“ segir hann og gefur dæmi um líðan sína. „Ég var kominn með slæmt mígreni. Ég þurfti stundum að læsa mig inni í svefnherberginu og slökkva öll ljós. Ég gat ekki hreyft mig því mér leið svo illa, mér varð alveg ljóst að ég þyrfti að láta staðar numið og hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Pétur.Fékk orku og þrótt Pétur hugaði að heilsunni. Hann fór að hlaupa maraþon og fann sér önnur verkefni til að búa sér til afkomu. Hann varð seinna forstjóri Straums frá 2011 til 2013 en hætti störfum þar. „Ég er talsmaður breytinga á kerfinu. Ég sá ekki fram á að þessar breytingar yrðu að raunveruleika og hætti störfum,“ segir hann. „Ég fór að hlaupa maraþon og sumarið 2014 keppti ég í Ironman sem er þríþrautarkeppni. Vinur minn fór á heimsmeistaramótið á Hawaii og þá kom upp sú hugmynd að gera heimildarmynd um keppnina. Við Þorsteinn J. Vilhjálmsson og fleiri gerðum myndina og ég vaknaði við ákveðna uppgötvun. Mér finnst gaman að gera kvikmyndir. Ég fékk gríðarlega orku og lífsþrótt og get séð liðna atburði í nýju ljósi. Ég þakka fyrir allt sem hefur gerst í mínu lífi. Það að vera á þessum stað er það besta sem hefur gerst hjá mér,“ segir Pétur sem er að fara að stökkva í flug vestur vegna sýninga á myndinni á RIFF á Patreksfirði. „Svo er ég á leið til New York og Cannes, þetta er skemmtilegt líf sem ég lifi,“ segir hann spenntur.Vildi takast á við hrunið Það eru hliðstæður í erfiðleikum í lífi Péturs og íslensks samfélags. Átök og áföll eru oft undanfari breytinga. Riðlunar á mynstrinu. Hann ákvað að gera mynd um hrunið. „Erfiðleikar eru hluti af lífinu, við erum öll þar sem við erum vegna þess hvernig við tökumst á við áföll og erfiðleika. Það er nauðsynlegt. Sérstaklega ef við viljum breytingar. Allar myndir og bækur sem höfðu verið skrifaðar um hrunið voru um þetta tímabil frá einkavæðingu fram að hruni. Þetta fimm ára tímabil sem er kennt við góðæri, 2003-2008. Mér fannst búið að gera góða grein fyrir þessari sögu af alþjóðlegu fjármálabólunni sem sprakk. Ég vildi takast á við hrunið sjálft, kerfið og fólk sem tekst á við það,“ segir hann. „Því hvað hefur gerst hér á landi frá 6. október 2008? Lífið hér varð miklu erfiðara en það hefði þurft að vera. Margar fjölskyldur misstu allt sitt. Í myndinni fjalla ég til dæmis um feðgin, föður og dóttur sem missa allt sitt og nánast lífið líka en rísa upp og fara í mál við bankann. Taka slag við kerfið og láta ekki bugast,“ segir Pétur. Feðginin sem Pétur fjallar um eru Þorsteinn Theódórsson og Theódóra. Þorsteinn hafði áður alltaf staðið í skilum en kaup á atvinnutæki settu líf hans á hliðina. „Með einu pennastriki,“ segir Theódóra í mynd Péturs.Styrkurinn varð ljós „Það er það sem er svo fallegt. Hvers við erum megnug. Þessi feðgin stóðu saman gegn kerfinu og höfðu sigur. Þetta er það sem máli skiptir í lífinu og það sem gerir samfélag okkar gott. Þó að við verðum fyrir áfalli þá erum við til staðar hvert fyrir annað og höfum þessa eiginleika, að geta haldið áfram og barist fyrir okkar rétti,“ segir hann. „Það er eitt af því sem kom í ljós í hruninu. Þessir eiginleikar, við látum ekki fjármálakerfið valta yfir okkur. Theódóra fór í lögfræðinám því það fengust auðvitað engir lögfræðingar til að vinna fyrir venjulegt fólk. Þeir voru allir að vinna fyrir bankana. Saga feðginanna, besti handritshöfundur í Hollywood gæti ekki skáldað þetta.“Þarf að breyta kerfinu Pétur hefur um langa hríð talað fyrir breytingum á fjármálakerfinu. „Fjármálakerfið virkar ekki lengur fyrir venjulegt fólk. Það er allt of stórt. Það tekur við innlánum frá fólki sem eiga að vera alveg örugg. Það fer svo í áhættusamar fjárfestingar og lánar þessa peninga. Það sem er vandamálið er að bankakerfið verður svo stórt. Við erum með þrjá banka á Íslandi sem eru stærri en allt hagkerfið til samans. Allt sem var á Íslandi. Og þeir eru að vaxa aftur. Fjármálakerfið er í eðli sínu gallað og við þurfum að breyta því,“ segir Pétur ákveðinn. „Bankarnir eiga ekki að vera bæði í því að taka við innlánum og stunda fjárfestingarbankastarfsemi. Við verðum einhvern veginn að aðskilja þessa hluti. Verðum líka að vera með minni banka og fjölbreyttara fjármálakerfi.“ Myndin fjallar líka að stórum hluta um það hvernig vogunarsjóðir eignuðust bankakerfi landsins. „Sem er einsdæmi. Hluti af þessu gallaða fjármálakerfi, vogunarsjóðir, nýttu sér veikleika okkar. Þeir eru þarna uppi með sturluð laun, 1,7 milljarða í meðallaun. Við eigum ekki breik í þetta. Við vorum hreinlega mætt við pókerborðið í Las Vegas á gúmmístígvélunum að spila á móti hákörlum. Vogunarsjóðir komu og veðjuðu á fallið. Fyrst spiluðu þeir með og komu inn í jöklabréfin og það allt saman. Svo þegar þeir sáu að þetta var að fara að springa þá veðjuðu þeir á móti og græddu á hruninu. Stórgræddu á því. Svo komu þeir og keyptu bankana fyrir slikk, Landsbankann fyrir 1%, Glitni fyrir 3% og Kaupþing dýrastan fyrir 6%,“ segir Pétur frá. „Svo var bara rukkað í botn og það var enginn sem hugsaði, bíddu við fórum öll á hliðina með bankakerfinu. Við þurfum að finna út úr þessu saman. Nei, það sem gerðist var að við létum dómstóla og vogunarsjóði um barninginn. Þetta var ekki ákvörðun, þetta bara gerðist. Við erum enn þá í gúmmístígvélunum og vitum ekki betur. Þetta eru svo stór öfl á móti okkur og við erum öll tvístruð í stað þess að standa saman,“ segir Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Átta ár eru liðin síðan íslenskir bankar fóru á hliðina. Síðan þá hefur harður slagur um þrotabú þeirra staðið yfir. Í Ránsfeng, nýrri heimildarmynd eftir Pétur Einarsson sem nú er sýnd á RIFF, er farið yfir aðdraganda bankahrunsins og það sett í alþjóðlegt samhengi. Hvernig vogunarsjóðir keyptu brunarústirnar á spottprís og fengu tvo af þremur bönkum í hendurnar frá stjórnvöldum.Grét yfir hruninu Fyrir hrun veitti Pétur meðal annars útibúi Glitnis í Lundúnum forstöðu. Hann varð svo seinna forstjóri Straums 2011 til 2013. Hann rifjar upp dagana sem íslenskt bankakerfi var að fara á hliðina. „Ég hætti hjá bankanum fyrir hrun og gleymi aldrei þessum degi. Ég var heima hjá mér í London og var áskrifandi að Financial Times. Það kom inn um lúguna hjá mér á hverjum degi klukkan sex á morgnana. Og á hverjum degi var Ísland á forsíðunni í hræðilegum fréttum. Ég grét á þessum degi sem spilaborgin féll. Þetta var sá heimur sem maður hafði unnið í, þarna voru allir vinir mínir og kunningjar. Ég upplifði að þjóðarstoltið var sært, skömm og samkennd. Mér fannst þetta mjög erfitt. Ég man að konan mín þáverandi, hún hafði aldrei séð mig gráta áður. Þetta fékk svolítið á hana. Að ég skyldi gráta af því að bankar færu á hausinn. En ég var að gráta vegna þeirrar stöðu sem þjóðin var komin í. Það hvarflaði aldrei að mér þá að við værum að tapa peningum. Maður var ekki að hugsa um það á þessari stundu. Það kom seinna,“ segir Pétur frá.Læsti sig inni í svefnherbergi Pétur hætti hjá útibúi Glitnis vegna þess að hann kulnaði í starfi. „Ég sagði starfi mínu lausu. Fólki fannst ég galinn að gera það því ég var að græða svo mikið. En ég brotnaði bara niður, bugaðist og gat ekki meira. Ég var auðvitað alveg til í að halda áfram að þiggja þessi háu laun, það segir enginn nei við slíku. En ég gat ekki haldið svona áfram. Líkamlega og andlega var ég búinn á því,“ segir hann og gefur dæmi um líðan sína. „Ég var kominn með slæmt mígreni. Ég þurfti stundum að læsa mig inni í svefnherberginu og slökkva öll ljós. Ég gat ekki hreyft mig því mér leið svo illa, mér varð alveg ljóst að ég þyrfti að láta staðar numið og hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Pétur.Fékk orku og þrótt Pétur hugaði að heilsunni. Hann fór að hlaupa maraþon og fann sér önnur verkefni til að búa sér til afkomu. Hann varð seinna forstjóri Straums frá 2011 til 2013 en hætti störfum þar. „Ég er talsmaður breytinga á kerfinu. Ég sá ekki fram á að þessar breytingar yrðu að raunveruleika og hætti störfum,“ segir hann. „Ég fór að hlaupa maraþon og sumarið 2014 keppti ég í Ironman sem er þríþrautarkeppni. Vinur minn fór á heimsmeistaramótið á Hawaii og þá kom upp sú hugmynd að gera heimildarmynd um keppnina. Við Þorsteinn J. Vilhjálmsson og fleiri gerðum myndina og ég vaknaði við ákveðna uppgötvun. Mér finnst gaman að gera kvikmyndir. Ég fékk gríðarlega orku og lífsþrótt og get séð liðna atburði í nýju ljósi. Ég þakka fyrir allt sem hefur gerst í mínu lífi. Það að vera á þessum stað er það besta sem hefur gerst hjá mér,“ segir Pétur sem er að fara að stökkva í flug vestur vegna sýninga á myndinni á RIFF á Patreksfirði. „Svo er ég á leið til New York og Cannes, þetta er skemmtilegt líf sem ég lifi,“ segir hann spenntur.Vildi takast á við hrunið Það eru hliðstæður í erfiðleikum í lífi Péturs og íslensks samfélags. Átök og áföll eru oft undanfari breytinga. Riðlunar á mynstrinu. Hann ákvað að gera mynd um hrunið. „Erfiðleikar eru hluti af lífinu, við erum öll þar sem við erum vegna þess hvernig við tökumst á við áföll og erfiðleika. Það er nauðsynlegt. Sérstaklega ef við viljum breytingar. Allar myndir og bækur sem höfðu verið skrifaðar um hrunið voru um þetta tímabil frá einkavæðingu fram að hruni. Þetta fimm ára tímabil sem er kennt við góðæri, 2003-2008. Mér fannst búið að gera góða grein fyrir þessari sögu af alþjóðlegu fjármálabólunni sem sprakk. Ég vildi takast á við hrunið sjálft, kerfið og fólk sem tekst á við það,“ segir hann. „Því hvað hefur gerst hér á landi frá 6. október 2008? Lífið hér varð miklu erfiðara en það hefði þurft að vera. Margar fjölskyldur misstu allt sitt. Í myndinni fjalla ég til dæmis um feðgin, föður og dóttur sem missa allt sitt og nánast lífið líka en rísa upp og fara í mál við bankann. Taka slag við kerfið og láta ekki bugast,“ segir Pétur. Feðginin sem Pétur fjallar um eru Þorsteinn Theódórsson og Theódóra. Þorsteinn hafði áður alltaf staðið í skilum en kaup á atvinnutæki settu líf hans á hliðina. „Með einu pennastriki,“ segir Theódóra í mynd Péturs.Styrkurinn varð ljós „Það er það sem er svo fallegt. Hvers við erum megnug. Þessi feðgin stóðu saman gegn kerfinu og höfðu sigur. Þetta er það sem máli skiptir í lífinu og það sem gerir samfélag okkar gott. Þó að við verðum fyrir áfalli þá erum við til staðar hvert fyrir annað og höfum þessa eiginleika, að geta haldið áfram og barist fyrir okkar rétti,“ segir hann. „Það er eitt af því sem kom í ljós í hruninu. Þessir eiginleikar, við látum ekki fjármálakerfið valta yfir okkur. Theódóra fór í lögfræðinám því það fengust auðvitað engir lögfræðingar til að vinna fyrir venjulegt fólk. Þeir voru allir að vinna fyrir bankana. Saga feðginanna, besti handritshöfundur í Hollywood gæti ekki skáldað þetta.“Þarf að breyta kerfinu Pétur hefur um langa hríð talað fyrir breytingum á fjármálakerfinu. „Fjármálakerfið virkar ekki lengur fyrir venjulegt fólk. Það er allt of stórt. Það tekur við innlánum frá fólki sem eiga að vera alveg örugg. Það fer svo í áhættusamar fjárfestingar og lánar þessa peninga. Það sem er vandamálið er að bankakerfið verður svo stórt. Við erum með þrjá banka á Íslandi sem eru stærri en allt hagkerfið til samans. Allt sem var á Íslandi. Og þeir eru að vaxa aftur. Fjármálakerfið er í eðli sínu gallað og við þurfum að breyta því,“ segir Pétur ákveðinn. „Bankarnir eiga ekki að vera bæði í því að taka við innlánum og stunda fjárfestingarbankastarfsemi. Við verðum einhvern veginn að aðskilja þessa hluti. Verðum líka að vera með minni banka og fjölbreyttara fjármálakerfi.“ Myndin fjallar líka að stórum hluta um það hvernig vogunarsjóðir eignuðust bankakerfi landsins. „Sem er einsdæmi. Hluti af þessu gallaða fjármálakerfi, vogunarsjóðir, nýttu sér veikleika okkar. Þeir eru þarna uppi með sturluð laun, 1,7 milljarða í meðallaun. Við eigum ekki breik í þetta. Við vorum hreinlega mætt við pókerborðið í Las Vegas á gúmmístígvélunum að spila á móti hákörlum. Vogunarsjóðir komu og veðjuðu á fallið. Fyrst spiluðu þeir með og komu inn í jöklabréfin og það allt saman. Svo þegar þeir sáu að þetta var að fara að springa þá veðjuðu þeir á móti og græddu á hruninu. Stórgræddu á því. Svo komu þeir og keyptu bankana fyrir slikk, Landsbankann fyrir 1%, Glitni fyrir 3% og Kaupþing dýrastan fyrir 6%,“ segir Pétur frá. „Svo var bara rukkað í botn og það var enginn sem hugsaði, bíddu við fórum öll á hliðina með bankakerfinu. Við þurfum að finna út úr þessu saman. Nei, það sem gerðist var að við létum dómstóla og vogunarsjóði um barninginn. Þetta var ekki ákvörðun, þetta bara gerðist. Við erum enn þá í gúmmístígvélunum og vitum ekki betur. Þetta eru svo stór öfl á móti okkur og við erum öll tvístruð í stað þess að standa saman,“ segir Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira