Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota kemur til greina Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 19:15 Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon. Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon.
Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira