Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2016 19:12 Kári Garðarsson þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann. vísir/ernir Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. Grótta tapaði umræddum leik 29-25 og eftir hann fór Karl mikinn á Facebook. Hann gagnrýndi dómara leiksins, þá Matthías Leifsson og Örn Arnarson, harkalega sem og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ skrifaði Karl. „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ bætti hann við.Karl og Grótta báðust afsökunar á ummælum hans og í gær sendi félagið svo frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Karl væri hættur störfum. Ummælum Karls var vísað til aganefndar sem úrskurðaði hann í þriggja mánaða bann í dag.Úrskurðurinn er svohljóðandi: Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau. Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. Grótta tapaði umræddum leik 29-25 og eftir hann fór Karl mikinn á Facebook. Hann gagnrýndi dómara leiksins, þá Matthías Leifsson og Örn Arnarson, harkalega sem og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ skrifaði Karl. „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ bætti hann við.Karl og Grótta báðust afsökunar á ummælum hans og í gær sendi félagið svo frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Karl væri hættur störfum. Ummælum Karls var vísað til aganefndar sem úrskurðaði hann í þriggja mánaða bann í dag.Úrskurðurinn er svohljóðandi: Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau. Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44