Segja loftárás hafa verið gerða á bílalestina Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 18:49 18 féllu í árásinni á bílalestina. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar segja ljóst að loftárás hafi verið gerð á bílalest Rauða hálfmánans við Aleppo í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sérfræðingar SÞ greindu gervihnattarmyndir af skemmdunum en 18 manns létu lífið. Bandaríkin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárás á bílalestina en Rússar neita því og segja uppreisnarmenn hafa ráðist á hana með sprengjuvörpum. Sameinuðu þjóðirnar segja mögulegt að árásin sé stríðsglæpur. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki sakað neinn um að gera árásina.Sjá einnig: Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni.Samkvæmt frétt BBC hefur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipað nefnd sem á að rannsaka árásina. Hann hefur lýst henni sem „grimmilegri“ og að hún virðist hafa verið framin vísvitandi. Nokkrum dögum áður en árásin var gerð hafði bandalag Bandaríkjanna fellt 62 sýrlenska hermenn í loftárás, sem Bandaríkin sögðu að hefði verið gert fyrir slysni. Þá féll vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands um sjálft sig í kjölfar árásarinnar. Síðan þá hafa fjölmargar loftárásir verið gerðar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Aleppo, þar sem talið er að um 275 þúsund borgarar sitji fastir. Minnst 420 borgarar hafa fallið og rúmlega þúsund eru særðir. Stjórnarherinn er nú sagður undirbúa sókn inn í Aleppo. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Rússar hafa ákveðið að slíta samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. 3. október 2016 18:08 Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands. 26. september 2016 19:30 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Varði árásirnar á Aleppo Bandaríkin hlífa hryðjuverkasamtökunum Jabhat Fateh al-Sham, áður þekkt sem al-Nusra Front, í tilraunum sínum til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þetta fullyrti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við BBC í gær. 1. október 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja ljóst að loftárás hafi verið gerð á bílalest Rauða hálfmánans við Aleppo í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sérfræðingar SÞ greindu gervihnattarmyndir af skemmdunum en 18 manns létu lífið. Bandaríkin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárás á bílalestina en Rússar neita því og segja uppreisnarmenn hafa ráðist á hana með sprengjuvörpum. Sameinuðu þjóðirnar segja mögulegt að árásin sé stríðsglæpur. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki sakað neinn um að gera árásina.Sjá einnig: Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni.Samkvæmt frétt BBC hefur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipað nefnd sem á að rannsaka árásina. Hann hefur lýst henni sem „grimmilegri“ og að hún virðist hafa verið framin vísvitandi. Nokkrum dögum áður en árásin var gerð hafði bandalag Bandaríkjanna fellt 62 sýrlenska hermenn í loftárás, sem Bandaríkin sögðu að hefði verið gert fyrir slysni. Þá féll vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands um sjálft sig í kjölfar árásarinnar. Síðan þá hafa fjölmargar loftárásir verið gerðar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Aleppo, þar sem talið er að um 275 þúsund borgarar sitji fastir. Minnst 420 borgarar hafa fallið og rúmlega þúsund eru særðir. Stjórnarherinn er nú sagður undirbúa sókn inn í Aleppo.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Rússar hafa ákveðið að slíta samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. 3. október 2016 18:08 Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands. 26. september 2016 19:30 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Varði árásirnar á Aleppo Bandaríkin hlífa hryðjuverkasamtökunum Jabhat Fateh al-Sham, áður þekkt sem al-Nusra Front, í tilraunum sínum til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þetta fullyrti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við BBC í gær. 1. október 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Rússar hafa ákveðið að slíta samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. 3. október 2016 18:08
Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands. 26. september 2016 19:30
Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00
Varði árásirnar á Aleppo Bandaríkin hlífa hryðjuverkasamtökunum Jabhat Fateh al-Sham, áður þekkt sem al-Nusra Front, í tilraunum sínum til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þetta fullyrti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við BBC í gær. 1. október 2016 07:00