Kosningavitinn: Ein leið til að finna sinn flokk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2016 11:00 Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira