Kosningavitinn: Ein leið til að finna sinn flokk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2016 11:00 Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is. Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is.
Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira