Hefur alltaf valið sér krefjandi störf Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 12:00 Guðný Helga Herbertsdóttir segir mestan frítímann fara í fjölskylduna, þau skíða og ferðast saman, auk þess sem hún kann að meta góð matarboð. Vísir/GVA Guðný Helga Herbertsdóttir var á dögunum ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur störf þar eftir nokkrar vikur. Guðný Helga mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnumótun markaðsdeildar. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítala, allt frá fyrri hluta árs 2015. „Þetta er mjög spennandi, mig langaði að breyta til og færa mig meira yfir í markaðsmálin. En ég er þó þeirrar skoðunar að línan þarna á milli sé rosalega fín. Þú verður alltaf að horfa á það sem kemur frá stofnun og fyrirtæki sem eina heild hvort sem maður er almannatengill eða í markaðsdeild,“ segir hún. Guðný Helga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku. Áður var hún upplýsingafulltrúi Íslandsbanka þar sem hún leiddi einnig stefnumótun bankans í samfélagsábyrgð. Fyrir það starfaði hún um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum. „Þetta er búinn að vera ævintýralegur tími hjá Landspítalanum og það eru forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þjóðarsjúkrahúsinu eins vel og ég hef gert. Ég hef séð hluti og kynnst hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum gerir það vegna hugsjónar og það verður öðruvísi ástríða í því,“ segir Guðný Helga. Frá því að hún tók við starfinu á Landspítalanum hefur margt gengið þar á, hún segist þó ekki fara vegna mikils álags. „Ég hef alltaf valið mér þannig störf að það sé mikið að gera hjá mér. Ég var viðskiptablaðamaður í hruninu, ég vann hjá bönkunum eftir hrun og vann hjá Landspítalanum í gegnum verkföll. Álag á ekki illa við mig,“ segir hún. Maður Guðnýjar Helgu er Pétur Rúnar Pétursson flugstjóri og eiga þau samtals fjögur börn. „Við erum með börn á öllum skólastigum í Garðabæ, þannig að það má segja að við séum að nýta útsvarið sem best,“ segir Guðný Helga kímin. Utan vinnunnar fer því mikill tími í fjölskylduna. „Við erum með litla stelpu sem er þriggja ára þannig að það sem við gerum í frítíma okkar er mjög mikið fjölskyldutengt. Við höfum spilað mikið golf í gegnum tíðina, en forgjöfin fór hressilega niður þegar yngsta barnið bættist við. Svo höfum við farið á skíði og verið dugleg að ferðast. Einnig finnst okkur voða gott að hitta vini okkar, borða góðan mat og drekka gott vín,“ segir Guðný Helga. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Guðný Helga Herbertsdóttir var á dögunum ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur störf þar eftir nokkrar vikur. Guðný Helga mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnumótun markaðsdeildar. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítala, allt frá fyrri hluta árs 2015. „Þetta er mjög spennandi, mig langaði að breyta til og færa mig meira yfir í markaðsmálin. En ég er þó þeirrar skoðunar að línan þarna á milli sé rosalega fín. Þú verður alltaf að horfa á það sem kemur frá stofnun og fyrirtæki sem eina heild hvort sem maður er almannatengill eða í markaðsdeild,“ segir hún. Guðný Helga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku. Áður var hún upplýsingafulltrúi Íslandsbanka þar sem hún leiddi einnig stefnumótun bankans í samfélagsábyrgð. Fyrir það starfaði hún um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum. „Þetta er búinn að vera ævintýralegur tími hjá Landspítalanum og það eru forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þjóðarsjúkrahúsinu eins vel og ég hef gert. Ég hef séð hluti og kynnst hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum gerir það vegna hugsjónar og það verður öðruvísi ástríða í því,“ segir Guðný Helga. Frá því að hún tók við starfinu á Landspítalanum hefur margt gengið þar á, hún segist þó ekki fara vegna mikils álags. „Ég hef alltaf valið mér þannig störf að það sé mikið að gera hjá mér. Ég var viðskiptablaðamaður í hruninu, ég vann hjá bönkunum eftir hrun og vann hjá Landspítalanum í gegnum verkföll. Álag á ekki illa við mig,“ segir hún. Maður Guðnýjar Helgu er Pétur Rúnar Pétursson flugstjóri og eiga þau samtals fjögur börn. „Við erum með börn á öllum skólastigum í Garðabæ, þannig að það má segja að við séum að nýta útsvarið sem best,“ segir Guðný Helga kímin. Utan vinnunnar fer því mikill tími í fjölskylduna. „Við erum með litla stelpu sem er þriggja ára þannig að það sem við gerum í frítíma okkar er mjög mikið fjölskyldutengt. Við höfum spilað mikið golf í gegnum tíðina, en forgjöfin fór hressilega niður þegar yngsta barnið bættist við. Svo höfum við farið á skíði og verið dugleg að ferðast. Einnig finnst okkur voða gott að hitta vini okkar, borða góðan mat og drekka gott vín,“ segir Guðný Helga.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira