Staða lífeyrissjóða hefur batnað mikið Hafliði Helgason skrifar 5. október 2016 12:00 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Almennir lífeyrissjóðir áttu 3,2% umfram skuldbindingar að jafnaði um síðustu áramót og hefur staða þeirra batnað stöðugt frá árinu 2009 þegar vantaði 10,5% til að mæta skuldbindingum. Á þeim tíma voru réttindi lækkuð, sem skekkir samanburð. Árið 2011, sem er samanburðarhæft, var staða þessara sjóða neikvæð um tæp fimm prósent. Verulegur halli er gagnvart skuldbindingum hjá sjóðum sem eru á ábyrgð launagreiðenda, en það eru sjóðir sem eru á ábyrgð opinberra aðila svo sem ríkis og sveitarfélaga. Staða þeirra sjóða er neikvæð um 38% og hefur það hlutfall haldist svipað undanfarin ár. Í yfirliti FME um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að opinberu sjóðirnir skera sig úr hvað varðar neikvæða stöðu sem þýðir að skattgreiðendur framtíðar munu hafa af þeim kostnað. Staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda er misjöfn en að meðaltali eiga þeir sem fyrr segir 3,2% umfram skuldbindingar. Af stærstu sjóðunum er staða Lífeyrissjóðs verslunarmanna sterkust en sjóðurinn á 8,6% umfram skuldbindingar. "Lífeyrissjóðir án ábyrgðar atvinnurekenda eru í góðri tryggingafræðilegri stöðu," segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Samkvæmt lögum ber lífeyrissjóðum að endurskoða réttindi sjóðfélaga fari tryggingafræðileg staða þeirra yfir 10% af skuldbindingum í hvora átt sem er. Sé staðan 5-10% fimm ár í röð þarf einnig að endurskoða réttindi. Verði ávöxtun góð á næstu árum má því gera ráð fyrir að réttindi í mörgum sjóðum verði aukin. Umræða er innan lífeyrissjóðanna um hvort breyta eigi aðferðafræði við útreikning á lífslíkum. "Það er ljóst að breytingar á því hafa áhrif á sjóðina og í framhaldinu þarf að ákveða til hvaða mótvægisaðgerða þarf þá að grípa." Í dag eru lífslíkur metnar jafnar, en lífslíkur kynslóðanna eru ekki þær sömu og markast umræðan af því að meta lífslíkur rétt milli kynslóða. Þórey segir að stóra málið nú sé jöfnun lífeyrisréttinda milli einkamarkaðar og opinbers markaðar, en fyrir Alþingi liggur nú slíkt frumvarp. "Það væri mikið framfaraskref að ná einu samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn sem myndi auka til muna sveigjanleika á vinnumarkaði," segir Þórey. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Almennir lífeyrissjóðir áttu 3,2% umfram skuldbindingar að jafnaði um síðustu áramót og hefur staða þeirra batnað stöðugt frá árinu 2009 þegar vantaði 10,5% til að mæta skuldbindingum. Á þeim tíma voru réttindi lækkuð, sem skekkir samanburð. Árið 2011, sem er samanburðarhæft, var staða þessara sjóða neikvæð um tæp fimm prósent. Verulegur halli er gagnvart skuldbindingum hjá sjóðum sem eru á ábyrgð launagreiðenda, en það eru sjóðir sem eru á ábyrgð opinberra aðila svo sem ríkis og sveitarfélaga. Staða þeirra sjóða er neikvæð um 38% og hefur það hlutfall haldist svipað undanfarin ár. Í yfirliti FME um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að opinberu sjóðirnir skera sig úr hvað varðar neikvæða stöðu sem þýðir að skattgreiðendur framtíðar munu hafa af þeim kostnað. Staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda er misjöfn en að meðaltali eiga þeir sem fyrr segir 3,2% umfram skuldbindingar. Af stærstu sjóðunum er staða Lífeyrissjóðs verslunarmanna sterkust en sjóðurinn á 8,6% umfram skuldbindingar. "Lífeyrissjóðir án ábyrgðar atvinnurekenda eru í góðri tryggingafræðilegri stöðu," segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Samkvæmt lögum ber lífeyrissjóðum að endurskoða réttindi sjóðfélaga fari tryggingafræðileg staða þeirra yfir 10% af skuldbindingum í hvora átt sem er. Sé staðan 5-10% fimm ár í röð þarf einnig að endurskoða réttindi. Verði ávöxtun góð á næstu árum má því gera ráð fyrir að réttindi í mörgum sjóðum verði aukin. Umræða er innan lífeyrissjóðanna um hvort breyta eigi aðferðafræði við útreikning á lífslíkum. "Það er ljóst að breytingar á því hafa áhrif á sjóðina og í framhaldinu þarf að ákveða til hvaða mótvægisaðgerða þarf þá að grípa." Í dag eru lífslíkur metnar jafnar, en lífslíkur kynslóðanna eru ekki þær sömu og markast umræðan af því að meta lífslíkur rétt milli kynslóða. Þórey segir að stóra málið nú sé jöfnun lífeyrisréttinda milli einkamarkaðar og opinbers markaðar, en fyrir Alþingi liggur nú slíkt frumvarp. "Það væri mikið framfaraskref að ná einu samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn sem myndi auka til muna sveigjanleika á vinnumarkaði," segir Þórey.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira