Tuttugufalt hraðari tengingar frá 2007 Hafliðí Helgason skrifar 5. október 2016 13:00 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Fréttabladid/GVA Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira