Erlent

Kaine og Pence deildu hart í kappræðum næturinnar

Atli ísleifsson skrifar
Kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur.
Kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Vísir/AFP
Bandarísku varaforsetaefnin Mike Pence og Tim Kaine mættust í kappræðum í Bandaríkjunum í nótt þar sem stór orð fengu að fjúka.

Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, sagði Trump vera vitleysing og vitfirring (e. fool og maniac), en Pence, varaforsetaefni Trump, lýsti Clinton sem veikburða og úrræðalitlum (e. weak og feckless) stjórnmálamanni.

Þeir Kaine og Pence deildu um fjölmörg mál, allt frá fóstureyðingum að málefnum Rússlands, en vörðu mestu púðri í að gagnrýna forsetaefnin tvö.

Kappræðurnar fóru fram í Longwood-háskólanum í Farmville í Virginíu og stóðu í níutíu mínútur. 34 dagar eru nú til kosninga, en næstu kappræður þeirra Clinton og Trump fara fram í St Louis á sunnudag.

Kaine greip oftar fram í fyrir andstæðingi sínum og stjórnanda kappræðnanna en Pence og eru flestir stjórnmálaskýrendur vestra á því að Pence hafi haft betur í kappræðunum.

Mike Pence ræðir skattamál Donald Trump: Kaine ræðir orð Clinton um að helmingur stuðningsmanna Trump séu „aumkunarverðir“: Pence segir Vladimír Pútín vera lítinn eineltissegg: Tim Kaine segir Donald Trump aldrei biðjast afsökunar á neinu: Frammíköll Kaine og Pence tekin saman: Kappræðurnar í heild sinni: Áhorfendur telja Pence hafa haft betur en Kaine í kappræðunum:

Tengdar fréttir

Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump

Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×