Erlent

Varaforsetaefnin takast á í kappræðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mike Pence og Tim Kaine.
Mike Pence og Tim Kaine. Vísir/AFP
Varaforsetaefnin Mike Pence og Tim Kaine munu mætast í kappræðum í Bandaríkjunum í nótt. Þetta er eina skiptið sem þeir tveir mætast, en fimm vikur eru í forsetakosningar ytra. Donald Trump og Hillary Clinton munu hafa mæst einu sinni og munu mætast tvisvar til viðbótar.

Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, en hægt er að sjá beina útsendingu hér neðst.

Sjá einnig: Varaforsetaefnin Kaine og Pence

Skoðanakannanir sýna að Clinton hefur aukið forskot sitt á Trump í kjölfar fyrstu kappræðnanna og í kjölfar þeirra hefur Trump þurft að eiga við fjölmörg erfið mál. Þar má nefna viðhorf hans gagnvart konum, skattamál hans og rekstur góðgerðasamtaka Trump.

Fjölmiðlar ytra búast við því að Pence, sem er varaforsetaefni Trump, muni eiga á brattan að sækja í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×