Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2016 22:00 Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01