Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 21:33 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars. Kosningar 2016 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars.
Kosningar 2016 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira