Mikilvægt að klára lífeyrissjóðsmálið á þessu þingi Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar. vísir/stefán Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvarsmenn stéttarfélaga komu fyrir fjárlaganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðarlega fjármuni er að ræða.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/pjeturGuðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélaganna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir áramót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnarandstöðu verði ekki gerðar breytingar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvarsmenn stéttarfélaga komu fyrir fjárlaganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðarlega fjármuni er að ræða.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/pjeturGuðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélaganna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir áramót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnarandstöðu verði ekki gerðar breytingar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00
Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00
Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15