Bein útsending: Tilkynnt um Nóbelverðlaun í eðlisfræði
Atli Ísleifsson skrifar
Japaninn Takaaki Kajita og Kanadamaðurinn Arthur B. McDonald hlutu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði á síðasta ári.Vísir/Getty
Sænska Nóbelsnefndin mun tilkynna um hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði á fréttamannafundi frá Stokkhólmi innan skamms.
Sýnt er beint frá fréttamannafundi nefndarinnar en útsending hefst klukkan 9:45. Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.
Japaninn Takaaki Kajita og Kanadamaðurinn Arthur B. McDonald hlutu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á sveiflum fiseinda, sem sanna að fiseindir hafa massa.
Nóbelsnefndin greindi frá því í gær að japanski frumulíffræðingurinn Yoshinori Oshumi hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði. Oshumi hefur gert mikilvægar uppgötvanir á svokölluðu sjálfsáti frumna, eða „autophagy“.