Lífið

Bein útsending frá RIFF: Meistaraspjall við Deepa Mehta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Deepa Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar.
Deepa Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Mynd/Justine Ellul
Deepa Mehta, einn af heiðursgestum RIFF í ár, situr fyrir svörum í Meistaraspjalli klukkan 13 í Norræna húsinu í dag. Mehta mun meðal annars ræða kvikmyndastjórnun og aðferðir sínar við kvikmyndagerð.

Þrjár kvikmyndir kanadíska leikstjórans eru sýndar á hátíðinni en um er að ræða Góðu strákana, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis.

Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli.

Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni.

Beina útsendingu frá meistaraspjallinu má sjá hér að neðan en nánari upplýsingar um Deepa Mehta má finna hér.


Tengdar fréttir

Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið

Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×