Segja íslenskt viskí betra en það skoska Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Frá Eimverk Distillery Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á fimmtudag af Íslenska sjávarklasanum, í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland og hlaut bruggverksmiðjan Eimverk verðlaunin. Eimverk er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Flóka viskí, Vor gin, og Víti ákavíti. Lagt er upp úr notkun íslenskra hráefna við framleiðsluna og hefur fyrirtækið hlotið fjölda verðlauna á síðustu árum, meðal annars Vaxtarsprotann 2016 eftir að velta fyrirtækisins jókst um 333,3 prósent milli ára.Vörurnar frá Eimverk distillery.vísir/stefánHaraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks, segir að meðal annars megi rekja velgengni félagsins til þess að kjöraðstæður séu til framleiðslu viskís á Ísland. „Okkar viskí er enn þá betra en í Skotlandi, það er ekki bara vatnið, bygg sem vex á norðlægum slóðum hentar mjög vel í viskígerð. Við erum alveg á jaðrinum með að geta ræktað bygg á Íslandi og fáum fyrir vikið mjög kryddað og kraftmikið bygg sem vex á stuttu sumri. Skilyrðin á Íslandi fyrir viský eru afar góð, og við erum bæði með gott hráefni og góða sambandsaðila hjá íslenskum bændum. Við getum framleitt mikið magn af úrvalsviskíi,“ segir Haraldur. Sem fyrr segir er Eimverk fjölskyldufyrirtæki, en Haraldur kemur úr tæknigeiranum, hann starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá 1996 þangað til félagið var selt til Nokia og starfaði hjá Nokia til ársins 2010. „Við erum hérna nokkur saman með fjölbreytta reynslu, við komum saman með vöruþekkingu og töluverða reynslu úr sprotastarfi. Við höfum verið áður í tæknisprotum sem er reynsla sem nýtist vel í matarsprotum,“ segir Haraldur.Haraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks.vísir/gvaEimverk var stofnað árið 2011, en vöruþróunin tók töluverðan tíma að sögn Haraldar. „Við gerðum 165 mismunandi uppskriftatilraunir við að þróa íslenskt viskí. Samhliða þessu þróuðum við ákavíti og gin. Ginið okkar kom á markað í byrjun 2014, viskíið í lok árs 2014, og ákavíti kom á markað 2015.“ Vörurnar eru nú seldar til þrettán landa og fara níutíu prósent af framleiðslunni til útlanda. Fleiri tegundir eru svo í bígerð. „Við erum með þessar þrjár aðaltegundir en það breikkar í þessum flokkum, við erum núna komin með fjórar útfærslur af þessu gini og erum að bæta við taðreyktu viskíi sem kemur á markað í næstu viku,“ segir Haraldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á fimmtudag af Íslenska sjávarklasanum, í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland og hlaut bruggverksmiðjan Eimverk verðlaunin. Eimverk er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Flóka viskí, Vor gin, og Víti ákavíti. Lagt er upp úr notkun íslenskra hráefna við framleiðsluna og hefur fyrirtækið hlotið fjölda verðlauna á síðustu árum, meðal annars Vaxtarsprotann 2016 eftir að velta fyrirtækisins jókst um 333,3 prósent milli ára.Vörurnar frá Eimverk distillery.vísir/stefánHaraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks, segir að meðal annars megi rekja velgengni félagsins til þess að kjöraðstæður séu til framleiðslu viskís á Ísland. „Okkar viskí er enn þá betra en í Skotlandi, það er ekki bara vatnið, bygg sem vex á norðlægum slóðum hentar mjög vel í viskígerð. Við erum alveg á jaðrinum með að geta ræktað bygg á Íslandi og fáum fyrir vikið mjög kryddað og kraftmikið bygg sem vex á stuttu sumri. Skilyrðin á Íslandi fyrir viský eru afar góð, og við erum bæði með gott hráefni og góða sambandsaðila hjá íslenskum bændum. Við getum framleitt mikið magn af úrvalsviskíi,“ segir Haraldur. Sem fyrr segir er Eimverk fjölskyldufyrirtæki, en Haraldur kemur úr tæknigeiranum, hann starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá 1996 þangað til félagið var selt til Nokia og starfaði hjá Nokia til ársins 2010. „Við erum hérna nokkur saman með fjölbreytta reynslu, við komum saman með vöruþekkingu og töluverða reynslu úr sprotastarfi. Við höfum verið áður í tæknisprotum sem er reynsla sem nýtist vel í matarsprotum,“ segir Haraldur.Haraldur Þorkelsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eimverks.vísir/gvaEimverk var stofnað árið 2011, en vöruþróunin tók töluverðan tíma að sögn Haraldar. „Við gerðum 165 mismunandi uppskriftatilraunir við að þróa íslenskt viskí. Samhliða þessu þróuðum við ákavíti og gin. Ginið okkar kom á markað í byrjun 2014, viskíið í lok árs 2014, og ákavíti kom á markað 2015.“ Vörurnar eru nú seldar til þrettán landa og fara níutíu prósent af framleiðslunni til útlanda. Fleiri tegundir eru svo í bígerð. „Við erum með þessar þrjár aðaltegundir en það breikkar í þessum flokkum, við erum núna komin með fjórar útfærslur af þessu gini og erum að bæta við taðreyktu viskíi sem kemur á markað í næstu viku,“ segir Haraldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira