Fataverð ekki lækkað í takt við afnám gjalda Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Greining Íslandsbanka veltir því fyrir sér hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum muni ýta undir verðlækkanir. vísir/ernir Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira