Karl Erlingsson ekki hættur | Hótar framkvæmdarstjóra HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2016 12:26 vísir/stefán Handboltaþjálfarinn Karl Erlingsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur vegna ummæla sinna um fólk innan handboltahreyfingarinnar. Núna hefur hann í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.Karl var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu fyrr í mánuðinum eftir að hann hellti sér yfir dómaraparið Matthías Leifsson og Erni Arnarsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson á Facebook. Hann var ennfremur dæmdur í þriggja mánaða bann og gert að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna.„Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“„Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ skrifaði Karl á Facebook eftir leik Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna laugardaginn 1. október. Karli varð einnig uppsigað við Ívar Benediktsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, sem skrifaði talsvert um mál hans. Karl var ekki par hrifinn af því og sendi Ívari fjöldamörg skilaboð þar sem hann lét miður falleg orð falla um íþróttafréttamanninn eins og lesa má um hér. Karl er langt frá því að vera hættur og nú hefur hann beint athygli sinni að Einar Þorvarðarsyni. Ástæðan er bann sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fékk vegna ummæla sinna í samtali við Vísi á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan vandar Karl Einari ekki kveðjurnar. Hann kveðst vera afar ósáttur við bannið sem Einar Jónsson fékk og segir þetta „toppa alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka“ og lætur broskarl fylgja með. Að lokum hótar hann að kæra Einar Þorvarðarson.Færslu Karls má sjá hér að neðan:„Afsakið meðan ég hlæ hvaða djók er þetta ? Er einhver mælikvarði í lõgum HSÍ . Hvað óviðeigandi ummæli þýða ???? Eða í hvaða orðarõð þau koma ?„Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta ! Einar greyjið hefur haft Aftureldingu á heilanum í síðan hann var að þjálfa í 5 flokki ef hann tapaði fyrir UMFA var það alltaf einhverjum õðrum að kenna . Gjõrsamlega bilaðist alltaf ef hann tapaði fyrir Aftureldingu . Af hverju veit ég ekki“ .„Þessi eins leiks dómur er algjõr helvítis brandari ! Það er ekkert til sem gefur þessari nefnd að meta orðalag eða orðarõð ummæla ! Óviðeigandi ummæli eru óviðeigandi ummæli punktur ! Til hamingju með þetta Einar Jónsson ! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka :)“„Af hverju fær hann ekki tímabundið bann ? Eruð þið ekki í lagi ? gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum , fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka“.vísir/skjáskot Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44 Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Karl Erlingsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur vegna ummæla sinna um fólk innan handboltahreyfingarinnar. Núna hefur hann í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.Karl var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu fyrr í mánuðinum eftir að hann hellti sér yfir dómaraparið Matthías Leifsson og Erni Arnarsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson á Facebook. Hann var ennfremur dæmdur í þriggja mánaða bann og gert að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna.„Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“„Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ skrifaði Karl á Facebook eftir leik Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna laugardaginn 1. október. Karli varð einnig uppsigað við Ívar Benediktsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, sem skrifaði talsvert um mál hans. Karl var ekki par hrifinn af því og sendi Ívari fjöldamörg skilaboð þar sem hann lét miður falleg orð falla um íþróttafréttamanninn eins og lesa má um hér. Karl er langt frá því að vera hættur og nú hefur hann beint athygli sinni að Einar Þorvarðarsyni. Ástæðan er bann sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fékk vegna ummæla sinna í samtali við Vísi á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan vandar Karl Einari ekki kveðjurnar. Hann kveðst vera afar ósáttur við bannið sem Einar Jónsson fékk og segir þetta „toppa alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka“ og lætur broskarl fylgja með. Að lokum hótar hann að kæra Einar Þorvarðarson.Færslu Karls má sjá hér að neðan:„Afsakið meðan ég hlæ hvaða djók er þetta ? Er einhver mælikvarði í lõgum HSÍ . Hvað óviðeigandi ummæli þýða ???? Eða í hvaða orðarõð þau koma ?„Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta ! Einar greyjið hefur haft Aftureldingu á heilanum í síðan hann var að þjálfa í 5 flokki ef hann tapaði fyrir UMFA var það alltaf einhverjum õðrum að kenna . Gjõrsamlega bilaðist alltaf ef hann tapaði fyrir Aftureldingu . Af hverju veit ég ekki“ .„Þessi eins leiks dómur er algjõr helvítis brandari ! Það er ekkert til sem gefur þessari nefnd að meta orðalag eða orðarõð ummæla ! Óviðeigandi ummæli eru óviðeigandi ummæli punktur ! Til hamingju með þetta Einar Jónsson ! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka :)“„Af hverju fær hann ekki tímabundið bann ? Eruð þið ekki í lagi ? gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum , fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka“.vísir/skjáskot
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44 Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44
Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50
Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44
Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08
Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12
Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16