Mætingin á niðurleið í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 06:00 Stuðningsmenn FH mættu best í sumar. vísir/ernir Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn