Innlent

Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Ingi og Lilja Dögg kynntu stefnumálin.
Sigurður Ingi og Lilja Dögg kynntu stefnumálin. Vísir/Stefán
Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar. Meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er að reistur verði nýr Landspítali á nýjum stað.

Nýkjörin forystusveit flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins kynntu stefnuna í Sjóminjasafninu fyrr í dag.

Staðsetning nýs spítala hefur verið Framsóknarflokknum hugleikin en fyrrverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, talaði fyrir því að nýr spítali yrði reistur annars staðar en við Hringbraut. Kannanir sýna að mikill meirihluta kjósenda Framsóknarflokksins er andvígur því að nýr spítali rísi þar.

Framsóknarflokkurinn leggir einnig áherslu á að fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krónur, barnabætur hækkaðar og barnaföt verði án virðisaukaskatts.

Þá vill flokkurinn að taka skuli upp komugjald á ferðamenn sem nýtt verði til innviða og að skoða hvort beita megi skattaívilnunum til fyrirtækja og einstaklinga á efnahagslega veikum svæðum á landsbyggðinni.

Framsóknarflokkurinn mældist með 8,5 prósent fylgi í síðustu fylgiskönnun fréttastofu 365. Kosið verður 29. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×