Lífið

Will.I.Am í gervi Trump í myndbandi til stuðnings Hillary

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rapparinn Will.I.Am bregður sér í gervi Donald Trump í nýju myndbandi frá Funny Or Die.
Rapparinn Will.I.Am bregður sér í gervi Donald Trump í nýju myndbandi frá Funny Or Die. VÍSIR/SKJÁSKOT
Rapparinn Will.I.Am bregður sér í gervi Donald Trump í nýju myndbandi frá Funny Or Die. U er að ræða tónlistarmyndband þar sem grín er gert að forsetaframbjóðanda Repúblikana. Lagið heitir GRAB‘m by the PU$$Y og er það vísun í ummæli Trump sem komu nýlega fram á sjónarsviðið.

Will.I.Am nýtur liðsauka Apl.de.ap sem er félagi hans úr Black Eyed Peys, og söngkonunnar Liane V sem leikur mótframbjóðanda Trump. Í lokin biðlar Will.I.Am til aðdáenda að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum í næsta mánuði.

 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Will.I.Am tekur þátt í kosningabaráttu Demókrata. Hann lagði einnig kosningabaráttu Barack Obama lið árið 2008 með tveimur tónlistarmyndböndum sem vöktu mikla athygli og fékk hann fjöldan allan af stóstjörnum til liðs við sig þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×