Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 08:14 Donald Trump Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun í sinn garð. „Ég er fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump á kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólína ríki. „Þau eru að reyna að eyðileggja fyrir einni mestu fjöldahreyfingu í sögu Bandaríkjanna.“ Minnst ellefu konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Trump sem segir konurnar allar vera að ljúga. Trump fór mikinn á kosningafundinum í gær og ræddi um ásakanirnar, þvert gegn ráðum ráðgjafa sinna sem vilja að hann tali um stefnumál sín. „Fólkið mitt segir: Ekki tala um þetta, talaðu um störf, talaðu um efnahaginn. Ég verð samt að fá að tala um þetta vegna þess að ég verð að véfengja þessar sögusagnir,“ sagði Trump.Býr sig undir að tapa segja stjórnmálaskýrendur Í gær stigu tvær konur fram með nýjar ásakanir á hendur Trump. Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, og Kristin Anderson. Þær segja báðar að Trump hafi káfað á sér. Trump segir segir að ásakanirnar séu hluti af stærra samsæri ráðandi aðila sem vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að Trump verði kosinn forseti. Þessir aðilar séu hinir stóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fulltrúar sérhagsmuna. „Það er verið að hagræða úrslitum. Þetta er ein stór hagræðing og ljótar lygar,“ sagði Trump. Fylgi hans hefur tekið væna dýfu í kjölfar ásakananna og minnka líkurnar á því að Trump verði næsti forseti dag frá degi. Stjórnmálaskýrendur ytra segja sumir hverjir að með þessu tali sé Trump að undirbúa tap sitt. Hann verði þá með afsökun á reiðum höndum í nóvember næstkomandi, þegar gengið verður til kosninga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun í sinn garð. „Ég er fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump á kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólína ríki. „Þau eru að reyna að eyðileggja fyrir einni mestu fjöldahreyfingu í sögu Bandaríkjanna.“ Minnst ellefu konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Trump sem segir konurnar allar vera að ljúga. Trump fór mikinn á kosningafundinum í gær og ræddi um ásakanirnar, þvert gegn ráðum ráðgjafa sinna sem vilja að hann tali um stefnumál sín. „Fólkið mitt segir: Ekki tala um þetta, talaðu um störf, talaðu um efnahaginn. Ég verð samt að fá að tala um þetta vegna þess að ég verð að véfengja þessar sögusagnir,“ sagði Trump.Býr sig undir að tapa segja stjórnmálaskýrendur Í gær stigu tvær konur fram með nýjar ásakanir á hendur Trump. Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, og Kristin Anderson. Þær segja báðar að Trump hafi káfað á sér. Trump segir segir að ásakanirnar séu hluti af stærra samsæri ráðandi aðila sem vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að Trump verði kosinn forseti. Þessir aðilar séu hinir stóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fulltrúar sérhagsmuna. „Það er verið að hagræða úrslitum. Þetta er ein stór hagræðing og ljótar lygar,“ sagði Trump. Fylgi hans hefur tekið væna dýfu í kjölfar ásakananna og minnka líkurnar á því að Trump verði næsti forseti dag frá degi. Stjórnmálaskýrendur ytra segja sumir hverjir að með þessu tali sé Trump að undirbúa tap sitt. Hann verði þá með afsökun á reiðum höndum í nóvember næstkomandi, þegar gengið verður til kosninga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30