Við erum heppin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. október 2016 07:00 Kosningar eru fyrirferðarmiklar þessa dagana. Ekki bara eru tvær vikur í að gengið verði til alþingiskosninga hér á Íslandi, heldur fylgist heimsbyggðin agndofa með baráttu frambjóðenda Demókrata og Repúblikana fyrir forsetakosningar sem fram fara þann 8. nóvember. Samanburður á baráttunni hér á Íslandi og vestra er okkur hagfelldur. Við getum prísað okkur sæl í samanburðinum. Donald Trump heldur áfram að fara fram með gífuryrðum og móðgunum. Hann er ólíkur öllum frambjóðendum til hárra embætta sem kjósendur á Vesturlöndum eiga að venjast. Meira að segja flokksbræðrum hans í Repúblikanaflokknum er misboðið. Þeir snúa við honum baki hver af öðrum. Nú síðast hafa fjölmargar konur stigið fram og greint frá fyrirlitlegri framkomu frambjóðandans. Birst hafa hljóðupptökur þar sem kvenfyrirlitning frambjóðandans er opinberuð. Svo stærir hann sig af framgöngu sem í augum venjulegs fólks er subbuleg kynferðisleg áreitni. Fyrir flesta frambjóðendur yrðu hneykslismál af þessum toga dauðadómur. Annað gildir um Trump. Hann er auðvitað laskaður en heldur áfram að sprikla og fær hreint ótrúlegan hljómgrunn. Um hann virðast gilda aðrar leikreglur en við eigum að venjast. Svar hans við mótlæti er að gefa í. Hann bara eflist í ófyrirleitninni. Síðustu kappræður hans og Hillary Clinton báru glöggt merki um það. Trump lét öllum illum látum, endurlífgaði margra ára gamlar ásakanir á hendur Bill, eiginmanni mótframbjóðandans, og sagði Clinton helst eiga heima í fangelsi fyrir meðferð sína á tölvupósti í utanríkisráðherratíð sinni. Hann opinberaði hugarfar sem ekki á heima í siðuðum ríkjum. Hillary Clinton er ekki fullkomin, en í samanburði við Trump er hún allt að því dýrlingur. Nú lítur allt út fyrir að Clinton fari með sigur af hólmi. Það er allri heimsbyggðinni í hag að sú verði raunin. Með leikritið vestanhafs í huga er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að við Íslendingar séum heppin með pólitíkusa. Kosningabaráttan fer tiltölulega kurteislega fram og enginn þeirra flokka sem líklegir eru til að ná inn á þing gætu talist öfgaflokkar. Öfgaskoðanir virðast heldur ekki eiga upp á pallborðið hjá okkur Íslendingum, og þegar vísir að slíku skýtur upp kollinum sjá öfgamennirnir sjálfir um að ýta á sjálfseyðingarhnappinn eins og nýleg dæmi eru um. Í Bandaríkjunum er frambjóðandi, sem uppvís hefur orðið að kvenfyrirlitningu, útlendingahatri og fávisku, tekinn alvarlega og ótrúlega margir vilja að hann verði forseti. Á Íslandi kippir enginn sér upp við það þótt þingkona gefi brjóst í ræðustól. Það þykir einfaldlega sjálfsagt. Andstæðurnar verða ekki skýrari. Við getum verið nokkuð stolt af því að hér er fólk sem kann mannasiði í öllum þeim flokkum sem teknir eru alvarlega. Það er ekki sjálfgefið eins og dæmið frá Ameríku er til vitnis um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kosningar eru fyrirferðarmiklar þessa dagana. Ekki bara eru tvær vikur í að gengið verði til alþingiskosninga hér á Íslandi, heldur fylgist heimsbyggðin agndofa með baráttu frambjóðenda Demókrata og Repúblikana fyrir forsetakosningar sem fram fara þann 8. nóvember. Samanburður á baráttunni hér á Íslandi og vestra er okkur hagfelldur. Við getum prísað okkur sæl í samanburðinum. Donald Trump heldur áfram að fara fram með gífuryrðum og móðgunum. Hann er ólíkur öllum frambjóðendum til hárra embætta sem kjósendur á Vesturlöndum eiga að venjast. Meira að segja flokksbræðrum hans í Repúblikanaflokknum er misboðið. Þeir snúa við honum baki hver af öðrum. Nú síðast hafa fjölmargar konur stigið fram og greint frá fyrirlitlegri framkomu frambjóðandans. Birst hafa hljóðupptökur þar sem kvenfyrirlitning frambjóðandans er opinberuð. Svo stærir hann sig af framgöngu sem í augum venjulegs fólks er subbuleg kynferðisleg áreitni. Fyrir flesta frambjóðendur yrðu hneykslismál af þessum toga dauðadómur. Annað gildir um Trump. Hann er auðvitað laskaður en heldur áfram að sprikla og fær hreint ótrúlegan hljómgrunn. Um hann virðast gilda aðrar leikreglur en við eigum að venjast. Svar hans við mótlæti er að gefa í. Hann bara eflist í ófyrirleitninni. Síðustu kappræður hans og Hillary Clinton báru glöggt merki um það. Trump lét öllum illum látum, endurlífgaði margra ára gamlar ásakanir á hendur Bill, eiginmanni mótframbjóðandans, og sagði Clinton helst eiga heima í fangelsi fyrir meðferð sína á tölvupósti í utanríkisráðherratíð sinni. Hann opinberaði hugarfar sem ekki á heima í siðuðum ríkjum. Hillary Clinton er ekki fullkomin, en í samanburði við Trump er hún allt að því dýrlingur. Nú lítur allt út fyrir að Clinton fari með sigur af hólmi. Það er allri heimsbyggðinni í hag að sú verði raunin. Með leikritið vestanhafs í huga er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að við Íslendingar séum heppin með pólitíkusa. Kosningabaráttan fer tiltölulega kurteislega fram og enginn þeirra flokka sem líklegir eru til að ná inn á þing gætu talist öfgaflokkar. Öfgaskoðanir virðast heldur ekki eiga upp á pallborðið hjá okkur Íslendingum, og þegar vísir að slíku skýtur upp kollinum sjá öfgamennirnir sjálfir um að ýta á sjálfseyðingarhnappinn eins og nýleg dæmi eru um. Í Bandaríkjunum er frambjóðandi, sem uppvís hefur orðið að kvenfyrirlitningu, útlendingahatri og fávisku, tekinn alvarlega og ótrúlega margir vilja að hann verði forseti. Á Íslandi kippir enginn sér upp við það þótt þingkona gefi brjóst í ræðustól. Það þykir einfaldlega sjálfsagt. Andstæðurnar verða ekki skýrari. Við getum verið nokkuð stolt af því að hér er fólk sem kann mannasiði í öllum þeim flokkum sem teknir eru alvarlega. Það er ekki sjálfgefið eins og dæmið frá Ameríku er til vitnis um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun