Trump segir allar konurnar ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2016 10:30 Donald Trump í Ohio í gær. Vísir/AFP Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15
Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00
Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54
Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00
Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37