Erlent

Bob Dylan vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Nóbelsnefndina

Atli Ísleifsson skrifar
Bob Dylan.
Bob Dylan. Vísir/Getty
Sænska Nóbelsakademían hefur enn ekki tekist að ná sambandi við Bob Dylan.

Greint var frá því í morgun að Dylan hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir textasmíð sína og framlag til bandarískrar tónlistar.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að enginn viti með vissu hvar Dylan sé niður kominn, en vitað er að hann á að koma fram á tónleikum í Las Vegas í kvöld.

Sara Danius, framkvæmdastjóri Nóbelsnefndarinnar, segist enn ekki hafa tekist að hafa uppi á verðlaunahafanum. Um 13:30 hafi nefndinni tekist að fá síma- og tölvupóstsupplýsingar mannsins sem stjórnar tónleikaferð Dylans, en um klukkan 15 hafði hins vegar enn ekki tekist að ræða við Dylan sjálfan.

„Bob Dylan sefur,“ er haft eftir Danius.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×