Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 10:52 Egill ekki sáttur við Óskar. Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50
Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59