Leiddi vöruþróun við eitt stærsta verkefni í sögu Google Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gummi Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005. vísir/Anton Brink Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira