Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 14:37 Sergey Lavrov. Vísir/AFP Staðhæfingar yfirvalda í Bandaríkjunum um að Rússar hafi gert tölvuárásir á stofnanir og samtök þar í landi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, „eru fáránlegar“. Þetta segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Hann segir Bandaríkin ekki hafa fært sannanir fyrir máli sínu. Yfirvöld í Washington segjast ætla að bregðast við meintum árásum Rússa.Í viðtali við CNN sagði Lavrov að ásakanir Bandaríkjanna væru að vissu leyti hrós, þar sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefði nýverið gert lítið úr mætti Rússlands. „Nú eru allir í Bandaríkjunum að segja að Rússland stýri kosningaumræðunni í Bandaríkjunum.“ Hann sagði Rússa hins vegar ekki hafa séð sannanir. Leyniþjónustur í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi segjast vissir um að Rússar hafi gert umræddir árásir. Spurður frekar út í orð sín sagðist Lavrov ekki hafa neitað því að Rússar hefðu gert tölvuárásir á Bandaríkin með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi. Hann sagði að Bandaríkin hefðu ekki sannað að Rússar væru ábyrgir. Þá sagði hann að það væri ótækt að hugsa út í möguleg viðbrögð Bandaríkjanna. „Ef þeir ákveða að gera eitthvað, þá mega þeir það.“Lavrov var einnig spurður út í myndbandið af Donald Trump frá árinu 2005, þar sem hann stærir sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar. Utanríkisráðherrann benti á að enska væri ekki sitt fyrsta tungumál og hann væri ekki viss hvort hann yrði óviðeigandi. Þá sagði hann: „Það eru of margar píkur (e. pussies) sem koma að forsetakosningunum ykkar, á báðum hliðum, að ég vil ekki tjá mig um það.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. 12. október 2016 08:45 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum Yfirvöld Bandaríkjanna segir umfang og stærðir árása til marks um að aðeins hæstu settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim. 7. október 2016 20:15 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Heita aukinni hernaðarsamvinnu Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo. 11. október 2016 07:38 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Staðhæfingar yfirvalda í Bandaríkjunum um að Rússar hafi gert tölvuárásir á stofnanir og samtök þar í landi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, „eru fáránlegar“. Þetta segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Hann segir Bandaríkin ekki hafa fært sannanir fyrir máli sínu. Yfirvöld í Washington segjast ætla að bregðast við meintum árásum Rússa.Í viðtali við CNN sagði Lavrov að ásakanir Bandaríkjanna væru að vissu leyti hrós, þar sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefði nýverið gert lítið úr mætti Rússlands. „Nú eru allir í Bandaríkjunum að segja að Rússland stýri kosningaumræðunni í Bandaríkjunum.“ Hann sagði Rússa hins vegar ekki hafa séð sannanir. Leyniþjónustur í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi segjast vissir um að Rússar hafi gert umræddir árásir. Spurður frekar út í orð sín sagðist Lavrov ekki hafa neitað því að Rússar hefðu gert tölvuárásir á Bandaríkin með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi. Hann sagði að Bandaríkin hefðu ekki sannað að Rússar væru ábyrgir. Þá sagði hann að það væri ótækt að hugsa út í möguleg viðbrögð Bandaríkjanna. „Ef þeir ákveða að gera eitthvað, þá mega þeir það.“Lavrov var einnig spurður út í myndbandið af Donald Trump frá árinu 2005, þar sem hann stærir sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar. Utanríkisráðherrann benti á að enska væri ekki sitt fyrsta tungumál og hann væri ekki viss hvort hann yrði óviðeigandi. Þá sagði hann: „Það eru of margar píkur (e. pussies) sem koma að forsetakosningunum ykkar, á báðum hliðum, að ég vil ekki tjá mig um það.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. 12. október 2016 08:45 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum Yfirvöld Bandaríkjanna segir umfang og stærðir árása til marks um að aðeins hæstu settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim. 7. október 2016 20:15 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Heita aukinni hernaðarsamvinnu Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo. 11. október 2016 07:38 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. 12. október 2016 08:45
Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30
Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39
Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum Yfirvöld Bandaríkjanna segir umfang og stærðir árása til marks um að aðeins hæstu settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim. 7. október 2016 20:15
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
Heita aukinni hernaðarsamvinnu Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo. 11. október 2016 07:38
Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00