Erlent

Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sergey Lavrov.
Sergey Lavrov. Vísir/AFP
Staðhæfingar yfirvalda í Bandaríkjunum um að Rússar hafi gert tölvuárásir á stofnanir og samtök þar í landi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, „eru fáránlegar“. Þetta segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Hann segir Bandaríkin ekki hafa fært sannanir fyrir máli sínu.

Yfirvöld í Washington segjast ætla að bregðast við meintum árásum Rússa.

Í viðtali við CNN sagði Lavrov að ásakanir Bandaríkjanna væru að vissu leyti hrós, þar sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefði nýverið gert lítið úr mætti Rússlands.

„Nú eru allir í Bandaríkjunum að segja að Rússland stýri kosningaumræðunni í Bandaríkjunum.“ Hann sagði Rússa hins vegar ekki hafa séð sannanir.

Leyniþjónustur í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi segjast vissir um að Rússar hafi gert umræddir árásir.

Spurður frekar út í orð sín sagðist Lavrov ekki hafa neitað því að Rússar hefðu gert tölvuárásir á Bandaríkin með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi. Hann sagði að Bandaríkin hefðu ekki sannað að Rússar væru ábyrgir.

Þá sagði hann að það væri ótækt að hugsa út í möguleg viðbrögð Bandaríkjanna. „Ef þeir ákveða að gera eitthvað, þá mega þeir það.“

Lavrov var einnig spurður út í myndbandið af Donald Trump frá árinu 2005, þar sem hann stærir sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.

Utanríkisráðherrann benti á að enska væri ekki sitt fyrsta tungumál og hann væri ekki viss hvort hann yrði óviðeigandi. Þá sagði hann: „Það eru of margar píkur (e. pussies) sem koma að forsetakosningunum ykkar, á báðum hliðum, að ég vil ekki tjá mig um það.“


Tengdar fréttir

Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi.

Heita aukinni hernaðarsamvinnu

Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo.

Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi

Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×