Innlent

Afnám hafta samþykkt á þingi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fimm frumvörp voru samþykkt sem lög á Alþingi í gær. Enn er óvíst hvenær þingstörfum lýkur en vonast er til að það verði á næstu dögum. Fréttablaðið/Eyþór
Fimm frumvörp voru samþykkt sem lög á Alþingi í gær. Enn er óvíst hvenær þingstörfum lýkur en vonast er til að það verði á næstu dögum. Fréttablaðið/Eyþór
Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta var samþykkt sem lög á Alþingi í gær. 47 greiddu atkvæði með frumvarpinu en sextán voru fjarverandi.

Lögin eru liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var í júní 2015. Í því felast ýmsar breytingar sem miða að því að losa fjármagnshöft á heimili og fyrirtæki í varfærnislegum áföngum.

Fimm aðrar lagabreytingar voru samþykktar á þingi í gær. EES-reglur á sviði opinberra innkaupa, breytingar á höfundalögum sem varða eintakagerð til einkanota, breytingar á lögum um almennar íbúðir, niðurgreiðslur í tengslum við upptökur á tónlist og lagabreyting um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×