Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2016 06:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30