Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2016 07:00 Donald Trump ásamt Chris Christie ríkisstjóra. vísir/afp Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50
Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00