Rembihnútur á raflínurnar að Bakka Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar þingsins, segir það ekki koma til greina að þingið fari heim án þess að tryggt sé að línulagnir til Bakka við Húsavík verði tryggðar. Hann skammar minnihluta atvinnuveganefndar fyrir að þvæla málið að óþörfu. Undirbúningi Skútustaðahrepps og málsmeðferð hreppsins við að gefa Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Kröflulínu 4 var svo ábótavant að það leiddi til ógildingar að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Ekki var farið eftir ákvæðum skipulagslaga og náttúruverndarlaga auk þess sem sveitarstjórn fullnægði ekki rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum. Einnig gerði Landsnet ekki nægjanlegt mat á kostum þess að leggja línurnar í jörðu fyrr en mánuði eftir að framkvæmdaleyfið fékkst frá Skútustaðahreppi. Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir hreppinn hafa fengið málið aftur í fangið. „Nú erum við að leggja niður allar þær línur sem lagðar eru í úrskurðinum. Nú liggur fyrir ósk um framkvæmdaleyfi og við þurfum að svara því eins fljótt og hægt er. Hins vegar munum við þurfa að taka okkur tíma og vinna þetta vel,“ segir Yngvi Ragnar. Tvær mögulegar leiðir eru nú skoðaðar bæði hjá Skútustaðahreppi og í iðnaðarráðuneytinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Annars vegar að smíða nýtt lagafrumvarp þar sem löggjafinn veitir Landsneti framkvæmdaleyfi og aftengir þar með náttúruverndar- og skipulagslög. Hinn kosturinn í stöðunni er sá að Skútustaðahreppur taki til umfjöllunar þá vankanta sem úrskurðarnefndin fann að leyfisveitingunni og veiti Landsneti nýtt framkvæmdaleyfi. Hins vegar opnar sú leið aftur á kæruferlið. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir það ekki hans að hafa skoðun á úrskurði nefndarinnar. Staðan sé hins vegar snúin og úr henni þurfi að leysa sem allra fyrst. „Landsnet vinnur nú að því að fá framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 svo hægt sé að halda áfram framkvæmdum. Eins og staðan er núna er óvissa um framhaldið og þeirri óvissu þarf að eyða,“ segir Guðmundur Ingi. „Á þessu stigi málsins getum við ekki sagt fyrir hvert tjónið er af þessum töfum. Hins vegar munum við þurfa í venjulegu árferði að hætta störfum í desember vegna veðurs og byrja aftur í maí .“Guðmundur segir þó bót í máli að umhverfismat Landsnets hafi fengið gæðastimpil úrskurðarnefndarinnar. „Aðalatriðið er að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ekki matið á umhverfisáhrifum framkvæmdanna úr gildi en slík niðurstaða hefði valdið enn frekari töfum vegna endurskoðunar þess,“ segir Guðmundur. „Við áætluðum að útvega rafmagn á Bakka við Húsavík haustið 2017. Eins og staðan er núna er óvíst hvort við náum því.“Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar.vísir/pjeturKröflulína 4 tengir Kröfluvirkjun við Þeistareykjavirkjun. Síðan mun önnur háspennulína tengja Þeistareykjavirkjun við framkvæmdasvæðið á Bakka við Húsavík. Sú lína kallast Þeistareykjalína 1 og er einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni vegna kæru sömu aðila.Þingið ekki heim fyrr en málið klárast „Það kemur ekki til greina annað en að klára þetta mál áður en þingið fer heim. Þingið mun ekki fara heim með þetta mál hangandi. Hér eru svo ríkir almannahagsmunir uppi að það yrði glapræði,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sem vandar minnihlutanum í nefndinni ekki kveðjurnar. Sakar hann minnihlutann um að hafa þvælt málið fram og til baka í meðförum nefndarinnar með tilheyrandi tjóni fyrir bæði sveitarfélögin á svæðinu, ríkið og íbúa Þingeyjarsveitar. „Þær tafir sem hafa orðið á vettvangi þingnefndarinnar í málsmeðferð eru slæmar og hafa alvarlegar afleiðingar. Það má segja, eftir á að hyggja, að augljóst var að ákveðnir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt sig fram við að tefja málið. Við hefðum getað verið búin að lenda þessu máli fyrir löngu. Það má segja að þetta hafi allt að því verið málþóf og það er á þeirra ábyrgð að ekki er búið að klára málið.“Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmHafnar ummælum formannsins „Ég vísa þessu alfarið á bug að við höfum verið að tefja málið. Eðlilega höfum við verið að kalla eftir upplýsingum sem snúa að lagalegri hlið málsins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, og bendir á að löggjöf sem þessa þurfi að skoða í samhengi við stjórnskipan landsins, Árósasamninginn og aðra viðlíka samninga sem stjórnvöld hafa samþykkt. „Ég skil vel óþreyju heimamanna en við verðum að draga andann og skoða hvað hægt er að gera í stöðunni við þessar aðstæður. Við þurftum að kalla inn til nefndarinnar fræðinga á sviði umhverfisréttar og stjórnskipunarfræðinga til að átta okkur á hvað sé hægt að gera í stöðunni. Þetta er risastórt mál þar sem löggjafinn ætlar að setja lög á eðlilega aðkomu almennings að kæruferli sem búið er að verja með alþjóðaskuldbindingum og samningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar þingsins, segir það ekki koma til greina að þingið fari heim án þess að tryggt sé að línulagnir til Bakka við Húsavík verði tryggðar. Hann skammar minnihluta atvinnuveganefndar fyrir að þvæla málið að óþörfu. Undirbúningi Skútustaðahrepps og málsmeðferð hreppsins við að gefa Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Kröflulínu 4 var svo ábótavant að það leiddi til ógildingar að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Ekki var farið eftir ákvæðum skipulagslaga og náttúruverndarlaga auk þess sem sveitarstjórn fullnægði ekki rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum. Einnig gerði Landsnet ekki nægjanlegt mat á kostum þess að leggja línurnar í jörðu fyrr en mánuði eftir að framkvæmdaleyfið fékkst frá Skútustaðahreppi. Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir hreppinn hafa fengið málið aftur í fangið. „Nú erum við að leggja niður allar þær línur sem lagðar eru í úrskurðinum. Nú liggur fyrir ósk um framkvæmdaleyfi og við þurfum að svara því eins fljótt og hægt er. Hins vegar munum við þurfa að taka okkur tíma og vinna þetta vel,“ segir Yngvi Ragnar. Tvær mögulegar leiðir eru nú skoðaðar bæði hjá Skútustaðahreppi og í iðnaðarráðuneytinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Annars vegar að smíða nýtt lagafrumvarp þar sem löggjafinn veitir Landsneti framkvæmdaleyfi og aftengir þar með náttúruverndar- og skipulagslög. Hinn kosturinn í stöðunni er sá að Skútustaðahreppur taki til umfjöllunar þá vankanta sem úrskurðarnefndin fann að leyfisveitingunni og veiti Landsneti nýtt framkvæmdaleyfi. Hins vegar opnar sú leið aftur á kæruferlið. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir það ekki hans að hafa skoðun á úrskurði nefndarinnar. Staðan sé hins vegar snúin og úr henni þurfi að leysa sem allra fyrst. „Landsnet vinnur nú að því að fá framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 svo hægt sé að halda áfram framkvæmdum. Eins og staðan er núna er óvissa um framhaldið og þeirri óvissu þarf að eyða,“ segir Guðmundur Ingi. „Á þessu stigi málsins getum við ekki sagt fyrir hvert tjónið er af þessum töfum. Hins vegar munum við þurfa í venjulegu árferði að hætta störfum í desember vegna veðurs og byrja aftur í maí .“Guðmundur segir þó bót í máli að umhverfismat Landsnets hafi fengið gæðastimpil úrskurðarnefndarinnar. „Aðalatriðið er að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ekki matið á umhverfisáhrifum framkvæmdanna úr gildi en slík niðurstaða hefði valdið enn frekari töfum vegna endurskoðunar þess,“ segir Guðmundur. „Við áætluðum að útvega rafmagn á Bakka við Húsavík haustið 2017. Eins og staðan er núna er óvíst hvort við náum því.“Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar.vísir/pjeturKröflulína 4 tengir Kröfluvirkjun við Þeistareykjavirkjun. Síðan mun önnur háspennulína tengja Þeistareykjavirkjun við framkvæmdasvæðið á Bakka við Húsavík. Sú lína kallast Þeistareykjalína 1 og er einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni vegna kæru sömu aðila.Þingið ekki heim fyrr en málið klárast „Það kemur ekki til greina annað en að klára þetta mál áður en þingið fer heim. Þingið mun ekki fara heim með þetta mál hangandi. Hér eru svo ríkir almannahagsmunir uppi að það yrði glapræði,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sem vandar minnihlutanum í nefndinni ekki kveðjurnar. Sakar hann minnihlutann um að hafa þvælt málið fram og til baka í meðförum nefndarinnar með tilheyrandi tjóni fyrir bæði sveitarfélögin á svæðinu, ríkið og íbúa Þingeyjarsveitar. „Þær tafir sem hafa orðið á vettvangi þingnefndarinnar í málsmeðferð eru slæmar og hafa alvarlegar afleiðingar. Það má segja, eftir á að hyggja, að augljóst var að ákveðnir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt sig fram við að tefja málið. Við hefðum getað verið búin að lenda þessu máli fyrir löngu. Það má segja að þetta hafi allt að því verið málþóf og það er á þeirra ábyrgð að ekki er búið að klára málið.“Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmHafnar ummælum formannsins „Ég vísa þessu alfarið á bug að við höfum verið að tefja málið. Eðlilega höfum við verið að kalla eftir upplýsingum sem snúa að lagalegri hlið málsins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, og bendir á að löggjöf sem þessa þurfi að skoða í samhengi við stjórnskipan landsins, Árósasamninginn og aðra viðlíka samninga sem stjórnvöld hafa samþykkt. „Ég skil vel óþreyju heimamanna en við verðum að draga andann og skoða hvað hægt er að gera í stöðunni við þessar aðstæður. Við þurftum að kalla inn til nefndarinnar fræðinga á sviði umhverfisréttar og stjórnskipunarfræðinga til að átta okkur á hvað sé hægt að gera í stöðunni. Þetta er risastórt mál þar sem löggjafinn ætlar að setja lög á eðlilega aðkomu almennings að kæruferli sem búið er að verja með alþjóðaskuldbindingum og samningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45