Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2016 14:49 Guðjón L. svarar Einari fullum hálsi og spurning hvernig aganefnd tekur á máli þjálfarans. myndir/valli & ernir / samsett mynd/garðar Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira