Fótbolti

Elías Már: Það er alltaf gaman að skora

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elías Már Ómarsson, framherji IFK Gautaborgar í Svíþjóð, skoraði síðasta leik U21 árs landsliðsins þegar það vann Skotland, 2-0, á Víkingsvelli.

Ungu strákarnir okkar eiga stórleik fyrir höndum klukkan 16.45 í kvöld þegar liðið mætir Úkraínu í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2017. Sigur kemur Íslandi í lokakeppnina.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 16.35.

„Stemningin er virkilega góð. Við erum allir svo góðir vinir enda búnir að vera lengi saman,“ segir Elías Már við Vísi. Hann varar við vanmati gegn Úkraínu.

„Þetta er gott lið. Við spiluðum á móti þeim á síðasta ári og þá voru þeir mun betri en við í leiknum. Við náðum að troða inn einu marki og vinna leikinn.“

„Við búumst við að Úkraína spili vel á morgun [í dag ]þannig við þurfum að spila vel til að vinna þá,“ segir Elías Már.

Keflvíkingurinn er að raða inn mörkum í sænsku úrvalsdeildinni og þá skoraði hann sem fyrr segir í síðasta leik U21.

„Maður stefnir alltaf að því að skora sem framherji. Það er alltaf gaman. Við stefnum að því að skora í þessum leik og halda hreinu og vinna leikinn,“ segir Elías Már Ómarsson.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Leikur upp á framtíðina

U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×