„Þetta er frábær vettvangur fyrir alla sem eru ekki vissir hvar þeir standa á pólitíska skalanum og til að sjá hvaða fólk stendur undir nafni flokkana,“ segir í fundarboði málfundafélagsins.
Markmið fundarins er að skapa umræðu og leyfa öllum sem vilja að spurja flokkana spjörunum úr.
Fundurinn byrjar klukkan 11 og stendur til 12:25. Útsendinguna má sjá hér að neðan.