East Of my Youth frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2016 13:30 Flott myndband hér á ferðinni. Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas. Sónar Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas.
Sónar Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira