Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2016 06:45 Jón Gunnarsson vonar að farsæl lausn finnist á málinu. vísir/pjetur Óljóst er hvað verður um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra.vísir/ernirSíðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðarnefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þáttar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almannahagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjölfar úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niðurstöðu.“ Snorri Baldursson, formaður Landverndar, fagnar niðurstöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Óljóst er hvað verður um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra.vísir/ernirSíðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðarnefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þáttar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almannahagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjölfar úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niðurstöðu.“ Snorri Baldursson, formaður Landverndar, fagnar niðurstöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15
Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42
Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00