Starfsfólki gæti fjölgað um 2.000 á hálfu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 10:55 Búast má við langmestri fjölgun starfsmanna í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu á næstu sex mánuðum. Vísir/GVA Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins endurspegla góðar aðstæður í atvinnulífinu. Meta stjórnendur aðstæður með svipuðum hætti og á árabilinu 2004-2007. Vinnuaflsskortur er nokkur þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hann hefur þó ekki farið vaxandi frá síðustu könnun. Búast má við tæplega tvö prósent fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 2,0 prósent verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að innlend aðföng hækki um rúmlega 1 prósent. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa minnkað og eru minni en þær hafa verið síðastliðin sex ár.Góður gangur í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn í hæstu hæðum eins og undanfarið ár. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda, 83 prósent, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 2 prósent að þær séu slæmar. Sjávarútvegurinn sker sig úr í samanburði atvinnugreina þar sem 12 prósent stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja aðstæður slæmar sem rekja má til sterks gengis krónunnar.Aðstæður gætu enn batnaðStjórnendur eru almennt sammála um að staðan í atvinnulífinu verði jafngóð eða betri eftir sex mánuði. Tæplega fjörutíu prósent telja að aðstæður batni, 52 prósent að þær verði óbreyttar en 9 prósent að þær versni. Minnst bjartsýni á framvinduna er meðal stjórnenda í sjávarútvegi, þar sem 28 prósent þeirra telja að aðstæður muni versna, en einnig ber á áhyggjum í byggingariðnaði, þar sem 15 prósent stjórnenda telja að aðstæður versni, og í flutningum og ferðaþjónustu þar sem 11 prósent telja að ástandið versni. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki.Fréttablaðið/VilhelmSkortur á starfsfólki fer ekki vaxandiSkortur á starfsfólki er óbreyttur frá síðustu könnun sem gerð var í maí sl. og telja 42 prósent stjórnenda skort ríkja á starfsfólki. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki, en um 40 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi, sjávarútvegi og þjónustugreinum.Starfsmönnum gæti fjölgað um 2.100 á næstu 12 mánuðumRúmlega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Tæp fjöurtíu prósent stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 5 prósent sjá fram á fækkun en 58 prósent búast við óbreyttum fjölda. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,8 prósent á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðum. Sem fyrr er búist við langmestri fjölgun í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu.Innan við helmingur með fullnýtta framleiðslugetuTæplega helmingur stjórnenda, 46 prósent, telur ekki vandasamt að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn eða sölu, sem er svipuð niðurstaða og fyrir hálfu ári síðan. Ástandið er erfiðast í byggingariðnaði. Ekki er búist við því að þessar aðstæður breytist næstu sex mánuði.Búast við heldur meiri hagnaði á þessu áriTöluvert fleiri stjórnendur búast við meiri hagnaði á þessu ári miðað við síðastliðið ár en þeir sem búast við að hann minnki. Um 39 prósent stjórnenda búast við að hagnaður fyrirtækjanna sem þeir stjórna, sem hlutfall af veltu, aukist milli ára en 19 prósent að hann minnki. Meirihluti stjórnenda í sjávarútvegi búast við minni hagnaði og 25 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Bjartsýni um aukinn hagnað er mest í verslun og þjónustu.Fjárfestingar aukast mikið á árinuFjárfestingar fyrirtækjanna hafa aukist mikið á þessu ári samkvæmt könnuninni. Um 39 prósent stjórnenda segja fjárfestingar hafa aukist á árinu en 14 prósent að þær hafi minnkað miðað við árið 2015. Langmest aukning fjárfestinga er í byggingarstarfsemi og flutningum og ferðaþjónustu en aukning er í öllum atvinnugreinum nema fjármálastarfsemi.Vænta stöðugs gengis krónunnarAð jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar styrkist um 1,3 prósent næstu 12 mánuði. Tengdar fréttir Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007 Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær. 25. ágúst 2016 07:00 Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins endurspegla góðar aðstæður í atvinnulífinu. Meta stjórnendur aðstæður með svipuðum hætti og á árabilinu 2004-2007. Vinnuaflsskortur er nokkur þar sem tæpur helmingur fyrirtækja finnur fyrir honum, en hann hefur þó ekki farið vaxandi frá síðustu könnun. Búast má við tæplega tvö prósent fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 2,0 prósent verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að innlend aðföng hækki um rúmlega 1 prósent. Verðbólguvæntingar stjórnenda hafa minnkað og eru minni en þær hafa verið síðastliðin sex ár.Góður gangur í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn í hæstu hæðum eins og undanfarið ár. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda, 83 prósent, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 2 prósent að þær séu slæmar. Sjávarútvegurinn sker sig úr í samanburði atvinnugreina þar sem 12 prósent stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja aðstæður slæmar sem rekja má til sterks gengis krónunnar.Aðstæður gætu enn batnaðStjórnendur eru almennt sammála um að staðan í atvinnulífinu verði jafngóð eða betri eftir sex mánuði. Tæplega fjörutíu prósent telja að aðstæður batni, 52 prósent að þær verði óbreyttar en 9 prósent að þær versni. Minnst bjartsýni á framvinduna er meðal stjórnenda í sjávarútvegi, þar sem 28 prósent þeirra telja að aðstæður muni versna, en einnig ber á áhyggjum í byggingariðnaði, þar sem 15 prósent stjórnenda telja að aðstæður versni, og í flutningum og ferðaþjónustu þar sem 11 prósent telja að ástandið versni. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki.Fréttablaðið/VilhelmSkortur á starfsfólki fer ekki vaxandiSkortur á starfsfólki er óbreyttur frá síðustu könnun sem gerð var í maí sl. og telja 42 prósent stjórnenda skort ríkja á starfsfólki. Yfir helmingur stjórnenda í iðnaði, verslun og byggingariðnaði segja skort vera á starfsfólki, en um 40 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi, sjávarútvegi og þjónustugreinum.Starfsmönnum gæti fjölgað um 2.100 á næstu 12 mánuðumRúmlega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Tæp fjöurtíu prósent stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 5 prósent sjá fram á fækkun en 58 prósent búast við óbreyttum fjölda. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,8 prósent á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 2.100 á næstu sex mánuðum. Sem fyrr er búist við langmestri fjölgun í byggingarstarfsemi, iðnaði og ferðaþjónustu.Innan við helmingur með fullnýtta framleiðslugetuTæplega helmingur stjórnenda, 46 prósent, telur ekki vandasamt að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn eða sölu, sem er svipuð niðurstaða og fyrir hálfu ári síðan. Ástandið er erfiðast í byggingariðnaði. Ekki er búist við því að þessar aðstæður breytist næstu sex mánuði.Búast við heldur meiri hagnaði á þessu áriTöluvert fleiri stjórnendur búast við meiri hagnaði á þessu ári miðað við síðastliðið ár en þeir sem búast við að hann minnki. Um 39 prósent stjórnenda búast við að hagnaður fyrirtækjanna sem þeir stjórna, sem hlutfall af veltu, aukist milli ára en 19 prósent að hann minnki. Meirihluti stjórnenda í sjávarútvegi búast við minni hagnaði og 25 prósent stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu. Bjartsýni um aukinn hagnað er mest í verslun og þjónustu.Fjárfestingar aukast mikið á árinuFjárfestingar fyrirtækjanna hafa aukist mikið á þessu ári samkvæmt könnuninni. Um 39 prósent stjórnenda segja fjárfestingar hafa aukist á árinu en 14 prósent að þær hafi minnkað miðað við árið 2015. Langmest aukning fjárfestinga er í byggingarstarfsemi og flutningum og ferðaþjónustu en aukning er í öllum atvinnugreinum nema fjármálastarfsemi.Vænta stöðugs gengis krónunnarAð jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar styrkist um 1,3 prósent næstu 12 mánuði.
Tengdar fréttir Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007 Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær. 25. ágúst 2016 07:00 Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007 Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær. 25. ágúst 2016 07:00
Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00