Fótbolti

Aron Einar og Gylfi hvetja alla til að mæta á stórleikinn hjá U21 | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Elís Þrándarson og félagar í U21 geta komist á EM á morgun.
Aron Elís Þrándarson og félagar í U21 geta komist á EM á morgun. vísir/ernir
Ungu strákarnir okkar í U21 árs landsliðinu í fótbolta geta haldið íslenska fótboltapartíinu gangandi á morgun þegar þeir mæta Úkraínu í lokaleik undankeppni HM 2017.

Eftir 2-0 sigur á Skotum í Víkinni síðastliðinn þriðjudag er staðan þannig að með sigri á morgun vinnur íslenska liðið riðilinn og fer beint á EM 2017 í Póllandi.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmenn A-landsliðsins, voru í fyrsta U21 árs liðinu sem komst í lokakeppni EM í Danmörku fyrir fimm árum og þeir hvetja alla til að kíkja á leikinn hjá strákunum okkar á morgun.

Þegar liðin mættust utra vann Ísland, 1-0, með marki Árna Vilhjálmssonar. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 18 stig, jafnmörg stig og Makedónía en betri árangur í innbyrðis viðureignum.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 á morgun en miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna. Þeir sem eru 16 ára og yngri fá frítt inn.

Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×