Innlent

Minni kjörsókn en áður í Árneshreppi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kjörstað í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Frá kjörstað í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kjörsókn í Árneshreppi á Ströndum hefur oft verið meiri en í dag. 22 eru búnir að kjósa og tvö utankjörfundaratkvæði hafa borist. 45 eru á kjörskrá í hreppnum, sem er sá fámennasti á landinu.

Þegar Vísir náði tali af Ingólfi Benediktssyni, formanni kjörstjórnar hreppsins, skömmu fyrir klukkan þrjú sagði hann stutt í lokun kjörstaðar.

Hann segir kjörsókn vera mikið minni en yfirleitt áður. Nú er hún í rúmum 50 prósentum en hún hafi iðulega verið um 60 til 70 prósent. Ástæðan sé líklega sú að margt fólk er hreppnum sé í burtu.

Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.


Tengdar fréttir

Talninga-Tómas segir allt hafa gengið að óskum

Allt hefur gengið að óskum hingað til á kjördegi í Reykjavíkurkjördæmi það sem af er degi. Þetta segir Tómas Hrafn Sveinsson, aðalmaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×