Bjarni um Pírata: „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 22:14 Í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton „Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45