Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. október 2016 21:45 Það virðast liltar líkur á að vinstristjórn gangi upp en Katrín segir samstarf VG og Sjálfstæðisflokks ekki líklegt. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38