Vitlausasti tíminn til að kjósa Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015. Fjárlagafrumvarpið í ár verður lagt fram mun seinna en áður hefur tíðkast. Ráðuneytisstjórinn segir þó undirbúning ganga vel. vísir/gva Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Þótt ekkert liggi fyrir um það hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn eða hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður munu taka, er ljóst að eftir einungis tvo mánuði þarf að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs. Kristján Möller, fyrsti varaforseti Alþingis, segir að sú ákvörðun að kjósa að hausti til sé sú vitlausasta sem hefði verið hægt að taka. „Ég hefði annað hvort viljað vera búinn að því, til dæmis strax eftir forsetakosningar, eða gera það um miðjan febrúar. Sérstaklega út af fjárlögum en líka út af undirbúningi flokkanna og þar með talið prófkjörum,“ segir Kristján. Hann minnir á að ef í hönd fer heilt kjörtímabil þá verður aftur kosið á þessum tíma eftir fjögur ár.Kristján Möller.Kristján segir að vanda þurfi vinnuna við fjárlagafrumvarpið, eins og önnur lög. „Fjárlög eru lög frá Alþingi. Þetta er ekki eitthvað stefnumótunarplagg. Þetta eru lög sem þurfa að fara í þrjár umræður og nefndarvinnu. Fjárlaganefnd þarf að senda málið út til umsagnar og kalla til sín fullt af aðilum, eins og venja er,“ segir Kristján. Hann segir stöðuna grafalvarlega. Kristján bendir að sama skapi á að það verði að samþykkja fjárlagafrumvarpið fyrir áramót, annars megi ríkið í rauninni til dæmis ekki greiða út laun. Fjármálaráðuneytið hefur alla jafna verið að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarpið í síðasta hluta ágústmánaðar og það síðan verði lagt fyrir þing þegar það kemur saman fyrir miðjan september. Alþingi hefur þá rúma þrjá mánuði til þess að fjalla um fjárlagafrumvarpið og samþykkja það sem lög. Núna er liðið undir lok október.Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóriGuðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir að hefðbundnum undirbúningi við fjárlagafrumvarpið miði vel fram. „Okkar vinna miðast við það að ný ríkisstjórn geti af skilvirkni lokið umfjöllun um frumvarpið og komið því fyrir þingið sem allra allra fyrst. Þannig að þingið hafi þá sem mest ráðrúm til þess að fjalla um frumvarpið og afgreiða það. Það er þó ljóst að það verður með óhefðbundnum hætti einfaldlega vegna þess að tímaramminn er allt annar en verið hefur,“ segir hann. Guðmundur segir að vinna ráðuneytisins miðist við að ný ríkisstjórn myndi hafa svigrúm til að setja sínar eigin pólitísku áherslur inn í frumvarpið. Guðmundur segir enga varaáætlun vera til ef Alþingi næði ekki að ljúka fjárlagafrumvarpinu í tæka tíð. „Það má ekkert gjald greiða nema með heimild í fjárlögum, þannig að það er alveg ljóst að það verður að samþykkja fjárlög fyrir áramót með einhverjum hætti.“ Guðmundur bendir jafnframt á að Alþingi hafi samþykkt fjármálaáætlun til fimm ára í ágúst. Á þeim grunni sé byggt í fjárlagafrumvarpinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira