Veður gæti haft áhrif á úrslitin í kosningunum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti kjörgögn til Dalvíkur í gær og flaug með þau áleiðis til Grímseyjar. Ófært hefur verið í eyna síðustu daga vegna veðurs. Mynd/Haukur Snorrason Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Veður gæti tafið talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi en ætti ekki að hafa áhrif í öðrum kjördæmum. Ókyrrt loft í kvöld og fjallabylgjur gætu hamlað flugferðum milli Egilsstaða og Akureyrar og því gæti þurft að aka með kjörkassa frá Austurlandi til Akureyrar í nótt sem tefði talningu atkvæða. 1.302 Íslendingar bjóða fram í alþingiskosningunum í dag og eru rúmlega 246 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að kosningarnar í dag séu þær tvísýnustu í háa herrans tíð og engin leið að spá um úrslitin. Skoðanakannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður. Því er líklegt að í vændum sé löng kosninganótt og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir kosningaveðrið í dag ekki vera mjög gott en þó skaplegt. „Í kortunum er stormur með talsverðri rigningu fyrst sunnan- og vestanlands. Svo dregur úr úrkomu og vindi upp úr hádegi en þá á eftir að versna norðan og austan til. Þar mun rigna með hvassviðri og leiðinlegu veðri,“ segir Birta Líf. „Ef ég ætti að ráðleggja kjósendum þá hentar fyrri partur dagsins fyrir íbúa á Norður- og Austurlandi en íbúar sunnan og vestan til ættu að kjósa seinni partinn.“Birta Líf KristinsdóttirGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir kjörsókn geta ráðið úrslitum í kosningunum í dag. „Það er þannig að ef unga fólkið fer ekki á kjörstað munu Píratar lækka flugið og gamalgrónu flokkarnir sem eldra fólkið kýs frekar vinna á. Það getur því ráðið miklu um kjörsókn unga fólksins,“ segir Grétar. Kjörsókn hefur farið dvínandi á Íslandi í síðustu fernum þingkosningum og vill Grétar ekki spá neinu um kjörsókn nú. „Þetta er rosalega tvísýnt og ekki hægt að spá um kjörsókn. Mun hún fara niður áfram eða mun þessi spenna valda því að smölun yrði meiri á kjörstað?“ Kjörkassar frá Austurlandi verða fluttir til Akureyrar þar sem talið er úr Norðausturkjördæmi. Birta Líf segir veðurspána ekki hliðholla flugsamgöngum. „Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í. Við sjáum ókyrrð í lofti og fjallabylgjur sem eru óheppilegar fyrir farþegaflug en svo er spurning hvort þeir láti kjörkassana hafa það og fljúga með þá, það verður bara að koma í ljós. Hins vegar þyrfti í versta falli að aka með þá til Akureyrar,“ segir Birta Líf. Kosið í tvo dagaTrausti Jónsson veðurfræðingur man vel eftir alþingiskosningunum í desember árið 1979. Landskjörstjórn bað þá Veðurstofu Íslands um álit á því að kjósa ætti svo seint á árinu. „Á endanum var ákveðið að kjörstaðir yrðu opnir í tvo daga til að menn gætu kosið. Það gerði slæmt veður á þessum tíma en allt gekk þetta að óskum,“ segir Trausti. „Veturinn 1979 var óvenjuhlýr eins og októbermánuður í ár og því eru nokkur líkindi með þessari atburðarás hvað varðar veðrið. Einhverjir fjallvegir lokuðust á þessum tíma en við þurfum nú ekki að óttast það í þessum kosningum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira