Fótbolti

Viðar Örn kostaði meira en hálfan milljarð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson í leik með Maccabi.
Viðar Örn Kjartansson í leik með Maccabi. vísir/getty
Þegar Maccabi Tel Aviv festi kaup á Viðari Erni Kjartanssyni frá Malmö í haust greiddi ísraelska félagið 41 milljón sænskra króna fyrir Selfyssinginn - jafnvirði rúmlegra 500 milljóna króna.

Sænska dagblaðið Sydsvenskan fullyrðir þetta í dag og segir að Viðar Örn sé þar með fimmti dýrasti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

„Ég hefði helst viljað vera áfram en það var of áhættusamt að afþakka svona gott boð. Það var rétt hjá félaginu að taka tilboðinu,“ sagði Viðar Örn en forráðamenn Malmö voru á sínum tíma gagnrýndir mikið fyrir að selja framherjann öfluga.

Sjá einnig: Kári Árna: Gefur mér mikið að leiða þetta lið áfram

Malmö, og þar með Viðar Örn, varð í vikunni sænskur meistari í knattspyrnu og er Selfyssingurinn enn sem komið er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Tvær umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð en tveir leikmenn eru einu marki á eftir Viðari Erni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×