Erlent

Trump opnar hótel skammt frá Hvíta húsinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Við opnunina.
Við opnunina. Vísir/Getty
Donald Trump hefur í ýmis horn að líta á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í næsta mánuði. Hann tók sér þó örlítið hlé frá baráttunni í dag til að opna nýjasta hótelið sitt.

Hótelið, sem ber nafnið Trump International Hotel, er í Washington, örskammt frá húsinu sem Trump stefnir á að búa í næstu fjögur árin, Hvíta húsinu.

Trump gaf sér tíma til þess að klippa á borðann á opnunarhátíð hótelsins áður en hann hélt til Norður-Karólína þar sem hann hélt kosningabaráttunni áfram.

Hillary Clinton, sem á 69 ára afmæli í dag eyddi hins vegar deginum í Flórída, einu af lykilríkjum kosninganna. Samkvæmt nýrri könnun Bloomberg leiðir Trump þar með tveimur prósentustigum.

Allar líkur eru þó á því að það verði Clinton sem geri Hvíta húsið að heimili sínu næstu fjögur árin ef marka má kosningaspá tölfræðisíðunnar Five Thirty Eight þar sem sigurlíkur hennar eru metnar yfirgnæfandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×